Stofan | A Public Living Room

Stofan er tímabundið samfélagsrými sem sett er upp mánaðarlega af ólíkum notendum með mismunandi hugmyndir um hvernig þeim langar að nota bókasafnið. Hver skapar nýjan og óvæntan stað inni á safninu og hefur einhverskonar samtal í rýminu. Gestum og gangandi er boðið að tilla sér niður í rýminu, hafa það notalegt og hver veit nema úr verði gefandi samtal við næsta mann?

Markmið Stofunnar er að skapa margar mismunandi útgáfur af samfélagsrýmum á bókasafninu. Skapendur Stofunnar eru ekki einungis í samtali við notendur með því að stilla upp í rýminu heldur einnig sín á milli um hvernig almenningsrými við viljum hafa í okkar samfélagi. 

Hér má sjá samtölin sem urðu til við gerð Stofunnar | A Public Living Room

„Með því að taka þátt í menningarlífi og öðrum samfélagstengdum þáttum, er auðveldara að tengjast tungumálinu.“ Stofa Önnu Wojtyńska um listræna aðferðarfræði sem auðveldar fólki að tengjast öðrum og opna samfélagið. 31. maí til 6. júní 2022

Anna Wojtyńska opnar sína persónulegu útgáfu af Stofunni á fimmtu hæð í Grófinni þann 31. maí. Anna er nýdoktor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands og rannsakar málefni innflytjenda á Íslandi.  Patrycja Bączek, Adam Świtała og Lilianne van Vorstenbosch ræddu við Önnu í opnunarsamtalinu um þær listrænu aðferðir sem þau hafa notast við til að auðveldar fólk að tengjast til og tilheyra samfélagi, eins og með tónlist og hreyfingu og myndlist.

Um sköpunarferlið
Viðtal við Önnu um þróun hennar persónulegu Stofu | A Public Living Room.
 

„Staðhæfingin um Ísland sem besta landið fyrir konur til þess að búa í, hefur alltaf vakið forvitni mína.“ Stofa Acholu Otieno um stefnumótun stjórnvalda með hagsmuni minnihlutahópa að leiðarljósi. 29. mars til 5. apríl 2022

Achola Otieno opnaði sína persónulegu útgáfu af Stofunni á fimmtu hæð í Grófinni þann 29. mars: Beyond Melanin. Achola starfar innan opinbera geirans og hefur sinnt mannréttindamálum í gegnum tíðina. Í samtalinu sem hún hóf skoðar hún sérstaklega hvað ræður því hvaða málefni teljast eiga heima í almennri umræðu á meðan önnur málefni lenda á jaðrinum. Samtali ber heitið Beyond Melanin og tengir reynslur vinkvenna sem markast af lithætti og setja umræðuefnið í samhengi við stefnumótun stjórnvalda og jaðarsetningu, ekki síst með tilliti til eigin reynslu sem innflytjenda og þekkingar í mannréttindamálum..

Um sköpunarferlið
Hér er viðtal við Acholu um þróun hennar persónulegu Stofu | A Public Living Room.

Guðný Sara kynnir Stofuna

„Hvar áttir þú síðast í óvæntu samtali við manneskju sem þú hittir fyrir einskæra tilviljun?“
Stofa Guðnýjar Söru um samfélagsrými og tilviljanakenndar frásagnir.
16.-22. febrúar 2022

Myndlistarmaðurinn og hönnuðurinn Guðný Sara Birgisdóttir skapaði febrúarútgáfu Stofunnar, þar hún rýndi í samfélagsrými og tilviljanakenndar frásagnir sem verða til á slíkum stöðum. Venjulega förum við á bókasafnið í leit að sögum, gluggum í bók í leit að nýjum upplýsingum og innihaldi til að svala forvitni okkar. En hvernig væri ef við færum á bókasafnið eingöngu til að segja sögur? Guðný Sara bauð gestum og gangandi að segja sér sögu um óvænt kynni sem voru fólki sérstaklega minnistæð. Sögurnar voru stundum fáein orð en sumar aðeins lengri. Sögurnar skapa grunn að listaverki, bók eða veggmynd sem Guðný Sara sýnir notendum á sýningu á bókasafninu.

Um sköpunarferlið
Hér má finna viðtal við Guðnýju Söru um þróun Stofunnar og í samtali við Höllu Harðardóttur fyrir innslag í Víðsjá þar sem hún kynnir sína eigin Stofu.

Anna Marjankowska Anna Marjankowska skapar rými fyrir lýðræðissamtöl Anna Marjankowska skapar rými fyrir lýðræðissamtöl Anna Marjankowska skapar rými fyrir lýðræðissamtöl

„Mig langar að undirstrika möguleika notenda til að taka þátt í dagskrárgerð bókasafnsins. Hér er hægt að hitta fólk fyrir hreina tilviljun en einnig kynnast félagasamtökum á skipulögðum fundum sem hafa áhrif á umhverfið og samfélagið.“
Stofa Önnu M. um samfélagsþjónustu
23.-30.nóvember 2021

Anna Marjankowska hóf samtal um aðhlynningu samfélags í sinni persónulegu útgáfu af Stofunni. Þátttakendur voru flest öll virk í félagasamtökum á við Tabú, Andrými, Slagtog og IWW Ísland. Spurningar sem Anna staðsetti fyrir miðju í Stofunnar voru: Hver er þinn skilningur á samfélagsþjónusta og aðhlynningu samfélags? Hvernig geta bókasöfn sem opin rými hlúð að samfélögum?

Umræðan hófst á skilgreiningu sumra staða sem hlutlausra, eins og bókasafnið, og hvað það geri það að verkum að sumar hagsmunabaráttur eru skilgreindar rótttækar en aðrar sjálfsagðar. Samtalið þróaðist út í hugleiðingar um valdið til að skilgreina rými og við notum þau með ólíkum hætti þeim.  Stutta samantekt um samtalið fá finna hér: Hver hlúir að samfélagi og hvernig? 

Um sköpunarferlið
Hér má finna viðtal við Önnu um hennar hugleiðingar um þróun hennar persónulegu Stofu.

Michelle Spinei kynnir Stofuna Michelle Spinei Rými fyrir skapandi skrif Rými fyrir skapandi skrif Rými fyrir skapandi skrif

„Það erfiðasta við að skrifa er að finna tíma.“
Stofa Michelle: Samskrifa Writing Space
26. október- 2. nóvember 2021 í Grófinni

Samskrifa er rými fyrir fólk til að koma saman og sinna skrifum af ýmsum gerðum sem vísa í fjölbreytta reynslu á öllum mögulegum tungumálum.
Það erfiðasta við að skrifa er að finna tíma og stað þar sem hægt er að einbeita sér að eigin verki.
Stofa Michelle Spinei býður upp á aðstöðu til að sinna skrifum á opnunartímum bókasafnsins.
Þau sem þurfa á frekari hvatningu og myndu vilja skrifa með öðrum til að halda sér við efnið þá er einnig boðið upp á:

Samskrifa Writing Sprints með Michelle

Hvernig eru Writing Sprints fram?
Við sitjum saman og skrifum hvert í sínu lagi. Við kynnumst hvoru öðru and deilum textunum sem við erum að vinna að.
Við stillum stoppklukkuna á 45 mínútur og erum hvort öðru hvatning í að skrifa.
Þegar tíminn er liðinn, tökum við stutta pásu og segjum hvoru öðru frá hvernig gekk.
Við skrifum svo í aðrar 30 mínútur.
Að því loknu ræðum við textann sem við unnum að.

Um sköpunarferlið

Hér má finna viðtal við Michelle um þróun hennar persónulegu Stofu með lista af bókum fyrir skapandi skrif.

Janosch Kratz býr til rými Janosch Kratz skapar samtal í Stofunni Janosch Kratz býr til rými Janosch Kratz skapar samtal í Stofunni

„Góðar samræður spretta úr földum stöðum.“
Janosch skapar eigin Stofu | A Public Living Room 
28. september - 4. nóvember 2021 í Grófinni

Í þessari fyrstu útgáfu Stofunnar langar mig að halda áfram með rannsóknir mínar á erlendum samfélögum á Íslandi, menningararfleifð þeirra og mikilvægi. Ég mun flétta inn þáttum úr útskriftarverkefni mínu úr meistaranámi í hönnun við LHÍ, til að glæða samtalið lífi. Við skoðum sérstaklega Facebook-hópinn Away from home - living in Iceland, sem er lokaður hópur með meira en 21.000 meðlimum  sem hafa mismunandi bakgrunn. Efnistök hópsins eru vandasöm þegar kemur að stjórnmálaskoðunum, samskiptum um kynþátta- og þjóðernishyggju, en stendur eftir sem áður sem mikilvægt skjalasafn þekkingar um næstum allt sem mögulega myndi blasa við útlendingi á Íslandi. 

Spennandi og ógnvænlegur staður, en mikilvægt að stofna til samtals.
Með samræðunum reyni ég að draga þetta samfélag fram í raunheima. Og spyrja spurninga eins og: Hvers vegna finnst fólki það þurfa að ræða efni eins og kynþáttahyggju í þessum hópi? Hvert er markmið þeirra? Hvað vill fólk frá hópnum og hvað er raunhæft að telja hópinn geta gefið? Er stýringin nægileg? Og er yfirhöfuð raunhæft að ætla að hafa stjórn á svo stórum hópi þar sem innleggin skipta hundruðum í viku hverri? 

Um sköpunarferlið

Hér er viðtal við Janosch um þróun hans persónulegu Stofu | A Public Living Room.

Kynninga á samfélagsrýmum Hópur fólks kynnist nýju Grófarhúsi Miðar með hugmyndum um samfélagsrými Miðar með hugmyndum um samfélagsrými Þátttakendur í verkefninu Stofunni 2021-2022

„Samfélagsrými móta mannleg samskipti.“
Hugarflugsfundur um samfélagsrými með skapendum Stofunnar
31. ágúst 2021 í Grófinni

Verkefnastjóri Stofunnar Dögg Sigmarsdóttir kynnti eðli samfélagsrýma og þróun bókasafnsins sem almenningsrýmis í þessu samhengi.

People forge bonds in places that have healthy social infrastructure- not because they set out to build community, but because when people engage in sustained, recurent interaction, particularly while doing things they enjoy, relationship inevitably grow. 
(E. Klinenberg, Palaces for the People, 2018, p. 5)


Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri miðlunar og nýsköpunar á Borgarbókasafninu, gekk um Grófarhús með viðstöddum og kynnti fyrirhugaðar breytingar á húsinu og áhrif hönnunar á upplifun notenda af þjónustu og rými. Við kynntumst rannsókn Önnu Wojtyńska, rannsakanda við Háskóla Íslands, um stöðu innflytjenda í samfélög úti í á landi og hvernig skilningur viðmælenda hennar endurspeglar hugmyndir um samfélagsrými. Að lokum voru fór hópurinn á flug og ræddi þá staði sem þau nota sem samfélagsrými, samskiptum sem eiga sér þar stað og upplifanir eða tilfinningar sem birtast í rýmunum.