
Hlutir að láni á Hringrásarsafninu | Grófin og Gerðuberg
Vantar þig myndvarpa, heftibyssu, háþrýstidælu, partýpakka fyrir barnaafmæli, borvél, vöfflujárn eða saumavél?
Velkomin á Hringrásarsafnið þar sem þú getur fengið hluti að láni á bókasafninu!
Hringrásarsafnið er tilraunaverkefni í samstarfi við Munasafnið RVK Tool Library og sjálfsafgreiðsluskápa má finna á Borgarbókasafninu Grófinni og á Borgarbókasafninu Gerðubergi. Markmiðið er að bjóða upp á aðgengi að allskonar hlutum og smærri verkfærum. Líkt og þú færð bækur lánaðar, getur þú nú fengið hluti að láni.
Hér er skemmtilegt viðtal úr Landanum, við umsjónafólk Munasafnsins og Hringrásarsafnsins, þar sem farið er í nánar í saumana á þessu einstaka verkefni.
Hvernig gerist ég meðlimur? Hvað kostar áskrift í eitt ár?
Hver sem er getur fengið aðild að Hringrásarsafninu. Meðlimum er frjálst að fá lánaða eins marga hluti og þeir þurfa og eins oft og þá langar.
Ársgjald
Fyrir þau sem eiga bókasafnsskírteini: 5000 kr.
Fyrir þau sem eiga ekki bókasafnsskírteini: 7000 kr.
Fyrir meðlimi Munasafns RVK Tool Library: Frítt
Hér sérðu yfirlit yfir þá hluti sem eru í boði til útláns hverju sinni:
Þú sparar með því að nota deilihagkerfið og dregur úr kolefnisfótsporinu þínu í leiðinni!
Athugið að Hringrásarsafnið er útibú á vegum Munasafnsins, en áskrift að Hringrásarsafninu jafngildir ekki aðild að Munasafninu (meðlimir Munasafnsins hafa hins vegar aðgang að Hringrásarsafninu). Þau sem hafa áhuga á að gerast meðlimir Munasafnsins geta fundið upplýsingar á vefsíðu þeirra.