Um þennan viðburð

Tími
19:30 - 21:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
English
Skapandi tækni

make-a-thek | Sýnilegar fataviðgerðir með Emma Shannon

Miðvikudagur 8. apríl 2026

Í þessari smiðju kynnumst við hugmyndinni á bakvið sýnilegar fataviðgerðir. Leiðbeinandinn, Emma Shannon, kynnir einfaldar útsaumsaðferðir til að gera við og styrkja slitinn eða skemmdan fatnað, þar sem viðgerðinni er fagnað sem sýnilegri og skrautlegri frekar en eitthvað sem á að fela.

Þú munt læra grunnatriði í handsaum og útsaumi sem má nota til að gera við göt, rifur og slitin svæði, og bæta þannig lit, áferð og persónuleika við flíkurnar þínar. Taktu með þér flík sem þú vilt gera við og við förum saman yfir aðferðir sem þú getur haldið áfram að nota heima.

Námskeiðið er opið öllum og engin fyrri reynsla af útsaumi er nauðsynleg. Þetta er afslöppuð, hagnýt vinnustofa með áherslu á viðgerðir, sjálfbærni og að endurtengjast fatnaði með sköpun.

Emma Shannon er skosk textíllistakona og hönnuður búsett í Reykjavík. Verk hennar kanna mörk klæðanlegrar tækni og hefðbundins handverks. Með því að sameina verklega sköpun og nýja tækni sérhæfir hún sig í að skapa aðgengileg, þverfagleg rými sem hvetja til tilraunastarfs og framtíðarmiðaðra lausna fyrir sjálfbærni og skapandi samvinnu. Sem hluti af Endurtakk og samfélaginu á bakvið reddingarkaffi hefur áhersla hennar verið á skapandi endurnýtingu, viðgerðir og endurhugsun á staðbundnum textíl og fatnaði.

 

Viðburður á facebook

 

Borgarbókasafnið Gerðubergi er þátttakandi í alþjóðlegu verkefni til þriggja ára sem nefnist make-a-thek. Markmiðið með þessu verkefni er að skapa vettvang fyrir skapandi og framsækna neytendur (prosumer) þar sem þekkingu er deilt og við lærum í sameiningu nýjar aðferðir t.d. við að gera við textíl, og kynnumst allskyns handverki og aðferðum. Þetta er ferðalag og áfangastaðurinn mótast með þátttöku sem flestra. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Atli Pálsson, sérfræðingur
atli.palsson@reykjavik.is | 411-6170