cut out papers of different colors

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 15:30
Verð
Frítt
Aldur
16+
Tungumál
-
Föndur

Reykjavik Collage Club

Laugardagur 6. september 2025

Í þessari röð af ókeypis klippimyndasmiðjum fá þátttakendur tækifæri til þess að stíga út úr dagsins amstri, skapa eitthvað í höndunum og tengjast öðrum á sama tíma. Leiðbeinandinn, Marie Vesela, leggur til þema í hverri smiðju sem unnið er með hverju sinni. Engrar fyrri reynslu er krafist og er smiðjan opin öllum, óháð tungumáli.

„Klippimyndir eru frábær leið til þess að tjá hugmyndir, hugsanir, reynslu eða framtíðarsýn. Það að taka þátt í skapandi verkefni getur dregið úr kvíða og aukið lífshamingju. Ég trúi á mjúka, styðjandi leiðsögn og í hverri smiðju sem ég leiði mátt þú eiga von á hvatningu, öryggi og hlýju rými þar sem þú færð að kanna þitt eigið ímyndunarafl.“ Marie Vesela

Smiðjan hentar fullorðnum, 16+. Þátttaka er ókeypis og allt efni er á staðnum. Þátttakendur eru þó hvattir til þess að koma með gömul myndatímarit með sér.

Athugið: Skráning er nauðsynleg þar sem pláss er takmarkað við 15 þátttakendur í hverri smiðju: (Skráning opnar í haust)

Klippimyndasmiðja #1
Klippimyndasmiðja #2
Klippimyndasmiðja #3

Viðburður á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:

Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Borgarbókasafninu Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | 411 6170