Rafbókasafnið | Hljóðbækur, rafbækur og tímarit

IN ENGLISH

Þú getur hlustað á hljóðbækur, lesið rafbækur og skoðað tímarit í Libby appinu eða á rafbokasafn.is.


Hvað er Rafbókasafnið?

Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Landskerfis bókasafna og Borgarbókasafnsins. Markmiðið er að bjóða almenningi upp á ókeypis aðgang að fjölbreyttu úrvali hljóðbóka, rafbóka og tímarita, en Rafbókasafnið er aðgengilegt lánþegum nær allra almenningsbókasafna á Íslandi. 

Þau sem eiga bókasafnskort í gildi hjá Borgarbókasafninu eða öðrum aðildarsöfnum Rafbókasafnsins, geta fengið bækur og tímarit að láni á Rafbókasafninu. Sjá lista yfir aðildarsöfn hér.


Hvernig fæ ég aðgang að Rafbókasafninu?  

Símar og spjaldtölvur 

 • Einfaldast er að nota Rafbókasafnið í síma eða í spjaldtölvu með Libby appinu. Nálgist appið í App Store eða Google Play.
 • Strikamerkisnúmerið á bókasafnskortinu og lykilorðið fyrir Mínar síður og leitir.is er notað til þess að virkja aðganginn.
 • Nánari leiðbeiningar hér fyrir neðan. 

Tölvur 

 • Hægt er að hlusta, lesa og skoða úr tölvunni á rafbokasafn.is, en einnig er hægt að setja upp Libby appið á libbyapp.com
 • Strikamerkisnúmerið á bókasafnskortinu og lykilorðið fyrir Mínar síður og leitir.is er notað til þess að virkja aðganginn.
 • Ef þú vilt hlaða niður bókum í tölvuna þarf að setja upp Adobe Digital Editions forritið. 
 • Nánari leiðbeiningar hér fyrir neðan. 

Lesbretti 

 • Ekki er hægt að nota Rafbókasafnið á Kindle og Storytel lesbrettum.  
 • Til þess að hlaða niður bók á öðrum lesbrettum þarf fyrst að stofna Adobe ID-aðgang og sækja og setja upp Adobe Digital Editions forritið á tölvu. Bókinni er svo hlaðið niður á tölvuna, hún opnuð í Adobe Digital Editions og færð þaðan yfir á lesbrettið. 


Strikamerkisnúmer og lykilorð

Manstu ekki lykilorðið eða viltu búa til lykilorð?

 • Lykilorðið sem notað er til að skrá sig inn á Rafbókasafnið er það sama og á borgarbokasafn.is og leitir.is
 • Hér býrðu til eða sækir um nýtt lykilorð fyrir Mínar síður og RafbókasafniðATH. User ID = kennitala

Hvernig finn ég strikamerkisnúmerið mitt?

 • Kortanúmerið er á bókasafnskortinu þínu og byrjar oftast á GE, A, B, IL eða 400. 
 • Ef þú ert með stafrænt bókasafnskort getur þú skoðað kortanúmerið í símanum. 
 • Þú getur einnig fundið það undir Mínar stillingar á Mínum síðum á vef Borgarbókasafnsins.  


Annað

Ég vil kaupa eða endurnýja bókasafnskort 

 • Skráðu þig inn á Mínar síður með rafrænum skilríkjum hér á vef Borgarbókasafnsins og þér verður vísað áfram á greiðslusíðu.
 • Þau sem eru með frítt bókasafnskort þurfa að leita til afgreiðslu safnanna.

Hvað má hafa bækur lengi í láni? 

 • Lánstími er ýmist 7, 14 eða 21 dagur fyrir rafbækur og 14 dagar fyrir hljóðbækur.
 • Gögnin skilast sjálfkrafa að lánstíma liðnum en við hvetjum þig til að skila gagninu um leið og þú klárar - svo næsti geti notið.
 • Ef enginn er að bíða eftir bókinni getur þú framlengt lánstímann.
 • Það eru engar sektir á Rafbókasafninu.   

Hvað má hafa margar bækur að láni í einu? 

 • Þú getur haft 21 bók að láni í einu og sett inn 21 frátekt. 

Þarf að tengast netinu til að lesa eða hlusta á rafbækur? 

 • Þú getur hlaðið niður bókum og tímaritum í Libby appinu fyrir síma og spjaldtölvur eða Adobe Digital Editions forritinu fyrir tölvur og lesbretti og notið þegar þér hentar.  
 • Nettenging er nauðsynleg til að lesa og hlusta í vafra.

Er hægt að nota Rafbókasafnið án þess að hlaða niður öppum eða forritum? 

 • Hægt er að hlusta og lesa í vafra á tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma og því er ekki nauðsynlegt að hlaða niður neinum öðrum forritum til þess. 

Ef þú ert með spurningar eða ábendingar varðandi Rafbókasafnið er hægt að senda póst á borgarbokasafn@borgarbokasafn.is eða leita til starfsfólksins á þínu bókasafni.