Lesandi vikunnar er Nichole Leigh Mosty

Lesandinn | Nichole Leigh Mosty

Lesandi vikunnar er Nichole Leigh Mosty – fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og núverandi verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Nichole hefur - eins og svo margir þessa dagana - verið að lesa rafbækur. Rafbækur eru enda stórsniðugar og frábært að geta bara sótt sér lesefnið heima í stofu. Hún mælir með dystópísku skáldsögunni The Farm eftir Joanne Ramos en þessi frumraun höfundarins hefur vakið mikla athygli og þykir kallast á við t.d. Sögu þernunnar eftir Margaret Atwood. 

Ég elska þessa bók vegna þess að hún er um konu af erlendum uppruna sem tók erfiða ákvörðun sem hún þurfti að vinna sig upp úr. Konur almennt, taka oft erfiðar ákvarðanir og glíma við ýmisar afleiðingar og líka sælustundir vegna þeirra ákvarðanna sem þær taka.

Smelltu hér til að kynna þér Rafbókasafnið, þar sem má finna fjölbreytt úrval af rafbókum og hljóðbókum. Rafbókasafnið er aðgengilegt öllum þeim sem eiga bókasafnskort. 

UppfærtFöstudagur, 4. júní, 2021 13:35
Materials