
Bókasafnskort | Hljóðbækur og rafbækur
Rafbókasafnið er vinsælt hjá fjölmörgum notendum Borgarbókasafnsins en þar má finna fjölbreytt úrval hljóðbóka og rafbóka á ensku og íslensku. Allt milli himins og jarðar - kósí krimmar eða heilnæmar kokkabækur, af nógu er að taka! Og það besta er að þú getur strax byrjað að lesa og hlusta!
Hvað þarftu?
- Bókasafnskort Þú notar númerið á kortinu sem byrjar á GE.
- Tölvu eða snjalltæki Þú getur lesið og hlustað beint af tölvunni. Ef þú ert með snjalltæki, er best að hlaða niður appi sem heitir Libby
- PIN númerið þitt Þetta sem þú notar í sjálfsafgreiðsluvélinni.
Það er ekki eftir neinu að bíða: www.rafbokasafn.is
Hér fyrir neðan má sjá örlítið dæmi um raf- og hljóðbækur sem hægt er að fá lánaðar á Rafbókasafninu, en það er ekki síður skemmtilegt að skoða leslistana á síðu Rafbókasafnsins.
Góða skemmtun!
Materials