Rafbókasafnið | Hvernig skrái ég mig inn?

Hefur þú átt í vandræðum með að skrá þig* inn á Libby appið eða rafbokasafn.is? Eða langar þig að prófa að hlusta hljóðbækur eða lesa rafbækur á Rafbókasafninu?

Í kjölfar nýs bókasafnskerfis á landsvísu þurfa notendur bókasafnsins að útbúa nýtt lykilorð til að skrá sig inn á Rafbókasafniðleitir.is og borgarbokasafn.is.

*Til að fá lánaðar raf- og hljóðbækur á Rafbókasafninu þarft þú GE-númerið á bókasafnsskírteininu þínu og lykilorð (áður PIN).

Hvernig fæ ég nýtt lykilorð?

Smellið HÉR og fylgið eftirfarandi leiðbeiningum:

  • User ID = kennitala eða setjið inn netfang (þarf ekki að gera bæði)
  • Fylgið þeim skrefum sem berast í tölvupósti (athugið nota aðeins tölustafi og bókstafi)
  • Leggið lykilorðið á minnið


Hvernig skrái ég mig í Libby Appið?

  • Library name = Rafbókasafnið
  • Sign in with my card > Borgarbókasafnið
  • Card number = GE-númer bókasafnsskírteinis
  • Password = nýja lykilorðið

Hvernig skrái ég mig inn á rafbokasafn.is

  • Sign in
    Select your library = Borgarbókasafnið
    Library Card = GEXXXXXXXX
    Password = nýja lykilorðið

Manst þú ekki GE-númerið á bókasafnsskírteininu? 

  • Þú finnur það með því að skrá þig inn með kennitölu og nýja lykilorðinu á Mínar síður hér á borgarbokasafn.is og smella á Mínar stillingar.

Þín bíður heil veröld á Rafbókasafninu!