patrycja dancing

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Spjall og umræður

Stofan | Dansandi bókasafn

Þriðjudagur 4. október 2022 - Þriðjudagur 11. október 2022

Öll sem hafa gaman af að dansa og hreyfa sig sem og annað fólk með forvitna líkama – komið á dansandi bókasafnið!

Við getum öll tjáð okkur í dansi, þetta er hreyfing sem er öllum möguleg.

Hægt er að uppgötva dans með því að láta líkamann fylgja hljóðunum og taktinum í umhverfinu, hreyfing í takt við göngulag þitt eða andardráttinn, eða til að svara þörfinni til að teygja úr sér og andvarpa, slaka á og láta sér líða vel í rýminu.

Dans getur verið frelsandi, hægt er að tjá tilfinningar og þarfir í dansi, tæknin getur verið fjölbreytt og spuni eða frjálst flæði er allt hluti af dansinum…sem síðan verður hluti af rými Borgarbókasafnsins.

Hvaða áhrif hefur umhverfi bókasafnsins á hreyfingar líkama þíns?
Hvernig getur þú svarað eigin þörfum til að dansa, hreyfa þig eða slaka á?
Hvaða áhrif hefur þín hreyfing á aðra í kringum þig?

Við beinum sjónum okkar að samskiptum óháð tungumálum og munum meðal annars kanna þessar spurningar og fleiri spurninga sem vakna í ferlinu.

Viðtal við Patrycju Bączek

Komið, við hittumst við plöturnar á 5. hæð! Aldur er engin fyrirstaða!

 

patrycja dancing

Um Stofuna

Mánaðarlega er ný útgáfa af Stofunni sköpuð, sem er tímabundið rými innan bókasafnsins. Áhersla er lögð á að kanna leiðir til að miðla óháð tungumálum. Í Stofunni er hægt að upplifa bókasafnið samkvæmt reglum sem skapendur rýmisins setja því.

Facebook event

Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is | 411 6122