dancing library

Stofan | Patrycja Bączek um þróunarferlið

Patrycja Bączek er hreyfingahönnuður og fyrsti skapandi Stofunnar | A Public Living Room í vetur. Við spurðum hana nokkurra spurninga um sköpunarferlið og hvernig hún myndi vilja breyta bókasafninu ef það væri hennar eigin almenningsrými. Opnun á hennar eigin Stofu er 4. október 2022 á 5. hæðinni í Grófinni þar sem hún býður notendum upp í dans. 
 

1. Hvaða stað valdir þú fyrir þína Stofu? 
Um daginn sat ég í sófunum við plötuspilarann og vínylplöturnar á 5. hæðinni í Grófinni. Það fór um mig óþægileg tilfinning að vita til þess að ég gæti hlustað á tónlist í rýminu sem á sama tíma virtist rýmið aðeins bjóða fólki upp á að sitja eða ganga um. Ég hugsaði með mér: Ef það er tónlist, þá verður líka að vera hægt að dansa.  Ég sá glæsilegan stóran glugga sem málaði náttúrulega línu sem endaði hjá mér og markaði hvar rýmið endaði.

2. Hvernig mun þín Stofa vera?
Ég mun skapa dansandi bókasafn sem hefst með von um að hreyfing hefjist innra með líkamanum sem muni svo dreifa sér um mismunandi svæði bókasafnsins.  Ég býð þátttakendum að hlusta eftir eigin þörfum og svara því sem líkaminn kallar eftir, það getur verið eitthvað eins og að hreyfa fæturna eða fingurna í takt við tónlistina í bakgrunni og sjá hvert það leiðir það, í takt við eigin tilfinningar. Ef þreyta gerir vart við sig, leggjast þá niður og hvíla sig í þægilegu horni and leyfa líkamanum að anda, andvarpa svo það heyrist, teygja sig án þess að verða vandræðaleg eða skammast sín, svo nokkur dæmi séu nefnd.  Hreyfingin gæti leyft fólki að mætast og tengjast með einhverjum hætti.

3. Hvers konar tilfinningar langar þig að vekja?
Að upplifa vellíðan í eigin skinni, að þátttakendur upplifi rýmið sem sitt eigið og að það sé fyrir það, en ekki að þau séu til fyrir rýmið.

4. Ef þú myndir breyta bókasafninu og setja því nýja reglu, hver myndi hún vera? 
Mig dreymir um bókasafn þar sem hægt er að anda inn og út og stynja ef þörf er á. Að það sé litið jafn eðlilegt á það og margir telja að það sé eðlilegt að vera hljóðlátur á bókasafninu.

5. Hvaða merkingu hefur vellíðan fyrir þér og hvernig ætlar þú að miðla þeirri hugmynd óháð tungumáli á opnunarviðburðinum? 
Það er tilfinning innra með mér sem ég fæ þegar ég upplifi með öllum skilningarvitunum. Hlýtt ljós, mjúkt áferð, það er lyktin, hljóðið og möguleiki á að breyta um stellingu til að koma sér betur fyrir og líða vel. Ég mun endurraða nokkrum hlutum í rýminu á bókasafninu, bæta við nokkrum teppum og koddum, draga aðeins úr birtunni og bjóða öllum að taka þátt könnunarleiðangri í gegnum hreyfingu og dans.

Frekari upplýsingar um Stofuna
Martyna Karolina Daniel, Sérfræðingur fjölmenningar
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is

Flokkur
UppfærtFimmtudagur, 22. september, 2022 09:24