Stofan
Stofan er tilraunaverkefni þar sem ólíkir samstarfsaðilar skapa samfélagsrými sem þau myndu vilja sjá á bókasafninu – tímabundin Stofa opin öllum. Einu sinni í mánuði er Stofan opnuð af samstarfsaðila sem hefur hannað rýmið eftir sínu höfði og setur rýminu tímabundna reglu sem eykur vellíðan í takt við eigin þarfir.
Stofan er tímabundinn staður – samfélagsrými eins og bókasafnið gæti verið. Þetta er staður sem býður notendum að tengjast öðrum, finnast þau vera hluti af samfélaginu á eigin forsendum, taka þátt sem borgari á jafnréttisgrundvelli og eiga í samskiptum sem takmarkast ekki við tungumálakunnáttu. Í samtölum í Stofunni er höfðað til allra skynfæra þegar umhverfið, hugmyndir og skilningur eru könnuð.
Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði.
Frekari upplýsingar
Martyna Karolina Daniel | Sérfræðingur fjölmenningar
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is