Stofan


Stofan er mánaðarleg umbreyting á rýmum Borgarbókasafnsins í Grófinni. Ólíkir einstaklingar eða hópar fá frjálsar hendur á safninu til endurskapa valið rými eftir sínu höfði. Með Stofunni skoðum við hvernig við viljum hafa almenningsrýmin okkar og könnum hvað gerir rými þannig að okkur langi til að setjast niður, staldra við og jafnvel hefja samtal við næsta mann. Tilgangurinn er að búa til stað sem þú tilheyrir – stað sem þú upplifir að sé þinn.

Í Stofunni höfum við meðal annars stigið trylltan dans, frætt okkur um réttindi og loftlagsmál, deilt mat og menningu, sagt persónulegar sögur, farið í sturtu, dvalið í þögn og endurhlaðið okkur.
Stofan er samfélagsrými sem endurspeglar áhersluna: Share the Care

Samfélagasrými í nýju Grófarhúsi

Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði.

Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Martyna Karolina Daniel
Sérfræðingur | Fjölmenningarmál
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is