Stofan | Loftslagskaffi
Loftslagskaffi er staður þar sem velsæld, náttúrlegt umhverfi og styðjandi samfélag eru í brennipunkti. Stofan | A Public Living Room í formi Loftslagskaffis var opin frá 2.-9. nóvember 2023. Hægt var að sækja tvær vinnustofur undir handleiðslu Marinu Ermina og Marissu Sigrúnu Pinal. Fyrri vinnustofan innihélt kynningu og tilraunir til að vekja umhverfisvitund og staðsetja sig í baráttunni fyrir bættum lífsskilyrðum fólks og náttúru. Síðari vinnustofan fór fram 9. nóvember 2023, þá var kafað var dýpra í málefni og kannað hvernig félagasamtök geti best staðsett sig í hinum pólitíska heimi.
Almenningi var velkomið að nýta rýmið til að glugga í úrval bóka og hugleiða um samband náttúrulegs umhverfis og velsældar. Einnig nýttu Marina og Marissa rýmið til að taka viðtal við félagasamtök eins og Seljagarður - borgarbýli fyrir eigin rannsóknir og einnig til að vinna með leikskólabörnum að sterkari umhverfisvitund.
Fræðist meira um hugmyndir að baki Loftslagskaffis í viðtali við Marinu og Marissu.
Marissa Pinal kynnti einnig Loftslagskaffi í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 1. nóvember 2023.