Marina og Marissa skapa Loftslagskaffi

Loftslagskaffi opnar í Grófinni

Marina Ermina og Marissa Sigrún Pinal búa til nýjan stað í Grófinni sem kallast Loftslagskaffi. Þær eru þátttakendur í samsköpunarverkefninu Stofan | A Public Living Room, en það er tilraunaverkefni þar sem ólíkir samstarfsaðilar skapa sinn eign stað þar sem hægt er finna fyrir stuðningi annarra. Mánaðarleg er ný útgáfa af Stofunni opnuð í takt við leiðandi stef verkefnisins -  Share the Care. Við fengum að spyrja Marinu og Marissu nokkrar spurningar um Loftslagskaffið sem verður opið frá 2.-9. nóvember 2023.

Hvaða stað völduð þið fyrir ykkar Stofu?
Við viljum stað sem er mjög sýnilegur og aðgengilegum öllum sem koma inn á bókasafnið, við kunnum vel við fyrstu hæðina því hún er svo björt, aðgengileg og stemningin er létt við stóru gluggana. Þess vegna völdum við að vera nálægt anddyrinu í Grófinni með Loftslagskaffið.

Þegar þið hugsið um styðjandi umhverfi fyrir samfélag, hvað er það fyrsta sem ykkur dettur í hug? Að hverjum þurfum við að hlúa?
Við þurfum öll á gagnkvæmum stuðningi að halda. Við viljum skapa stað sem er opinn og aðgengilegur ólíkum einstaklingum og hópum sem geta stutt hvert við annað óháð aldri, bakgrunni eða félagslegri stöðu. Meginmarkmið Loftslagskaffis er að styðja fólk í að byggja upp samfélag með því að deila eigin þekkingu, persónulegri reynslu, hugmyndum og hugsjónum og finna leiðir til að hrinda þeim í framkvæmd. Með slíkum æfingum náum við að vinna úr erfiðum tilfinningum sem vakna þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum í loftslagsmálum og umhverfisvernd. Loftlagskaffið getur verið staður sem eflir borgara í að tengjast sjálfbærum og sterkum félagslegum tengslum við samfélög sem stuðla að auðgandi menningu og náttúruvernd.

Hvað er það sem þið viljið hvetja notendur til að deila með öðrum á viðburðum Loftslagskaffis?
Okkur langar að deila verkfærum til að vinna með loftlagskvíða og finna leiðir til að láta sér líða vel og efla eigin velsæld. Loftlagskaffið snýst um að auðvelda fólki að tengjast öðrum og viða að sér nýrri þekkingu og taka þátt í sameiginlegri lausnaleit. Þetta er grasrótarverkefni sem er leitt áfram að fólki fyrir annað fólk. Gott samstarf er grunnur að þróun samfélags og samtakakraftur vex í slíkum jarðvegi. Opnar umræður og skoðanaskipti ásamt þátttökumiðaðri lausnaleit eru hluti af Loftslagskaffi.

Hvaða lesefni væri ómissandi með Loftlagskaffinu?
Active Hope (revised): How to Face the Mess We’re in with Unexpected Resilience and Creative Power eftirJoanna Macy and Chris Johnstone, einnig bækur eftir Jem Bendell eins og Deep Adaptation: Navigating the Realities of Climate Chaos og Breaking Together: A freedom-loving response to collapse. Helena Norberg-Hodge skrifaði bók sem við erum einnig hrifnar af Local Is Our Future: Steps to an Economics of Happiness  og svo má bæta við The Precipice: Existential Risk and the Future of Humanity eftir Toby Ord.

Við þökkum Marinu og Marissu kærlega fyrir og mælum með bókalistanum sem þær settu saman af bókum sem til eru á safninu og tengjast náttúruvernd og auðgandi menningu þar sem samfélag, fólk og náttúra dafna öll. Bækurnar eru sýnilegar á forsíðu Borgarbókasafnsins og stillt út í rými Loftslagskaffis á 1. hæð í Grófinni frá og með 2. nóvember 2023.

Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 31. október, 2023 23:36