Þátttakendur á vinnustofu

Stofan | Það sem við söknum

Yuhui Li, Zhijing Dengm og Christos Raptis færðu hreyfanlega tréð um Grófarhús og sköpuðu nýjan stað um allt hús. Þau buðu fólki að safnast saman við tréð og deila sögum af því sem þau sakna.

Rétt eins og tré með djúpar rætur, þá erum við öll tengd okkar menningararfi. Öllum var boðið í leiðangur þar sem við lítum menningu okkar með nýjum augum og tengjum víðara samhengi. Á viðburðum deilum við sögum úr eigin fortíð en lítum jafnfram fram á veginn að bjartari framtíð sem tengir okkur betur.  

Almenningi var boðið að taka þátt í að kanna þrjú þemu með þeim.  

21.11.2023 - Maturinn sem við söknum - Torgið með sýningu heimildamyndar  
24.11.2023 - Hátíðir sem við söknum - 5. hæð í tónlistardeildinni  
25.11.2023 - Listin sem við söknum - 5. hæð við túbusjónvarpið   

Vinnufundur um Stofuna

Að undirbúningi viðburðaraðarinnar komu einnig Sue Gollifer frá deild menntunar og margbreytileika við HÍ, sem tengdi nemendur við verkefnið Stofan | A Public Living Room og Sylva Lamm, verkefnastjóri í loftslagsmálum hjá Reykavíkurborg. Þær tóku báðar þátt í hugarflugsfundi samstarfsaðila Að búa til stað fyrir samfélag - Share the Care. 

Hér fyrir neðan má sjá myndir af þeim þremur viðburðum sem fóru fram á bókasafninu í nóvember 2023. 

Yuhui Li - Maturinn sem við söknum

Hvaða bragð minnir þig á heimahagana? Hverskonar matur er huggandi og vekur fortíðarþrá? Þér er boðið að deila uppáhalds uppskrifum fjölskyldunnar, veitingastöðum sem þú gleymi aldrei eða mat sem þú tengir persónulega við þinn menningararf.  

Kynning

Þátttakendur á vinnustofu

Zhijing Deng - Hátíðir sem við söknum

Rifjum saman upp gleðina og tilhlökkunina tengdarhátíðum. Hverskonar hefðir, tónlist eða dans tengir þú við hátíðir? Deilum upplifunum af einskærri gleði og óvæntum upplifunum sem tónlistarhátíðir hafa fært okkur.

Kynning

Þátttakendur á vinnustofu

Christos Raptis - Listin sem við söknum

Hvaða listaverk eða lisform tengir þú við persónulega? Er tenging frekar í handverki, heimsfrægum málverkum eftir meistara listasögunnar eða í verkum eftir listafólk í þínu nærumhverfi? Þér er boðið að deila með okkur hverskonar listar eða listaverks þú saknar að hafa ekki í kringum þig.   

Þátttakendur á vinnustofu

Stofan

Flokkur
UppfærtFöstudagur, 22. desember, 2023 12:39