Hópur á hugarflugsfundi Stofunnar

Stofan | Að búa til stað fyrir samfélag - Share the Care

Stofan er verkefni þar sem við ímyndum okkur framtíðarbókasafnið, stað þar sem ólíkir hópar geta komið saman og skapa samfélag sem við viljum sjá dafna. Í hjarta nýs Grófarhúss er staðurinn þar sem við getum verið meðal fólks og fundið okkur stað þar sem okkur finnst við vera hluti af – okkar persónulega almenningsrými. 

Þriðja ár Stofunnar byrjarði með hugarflugsfundi um almenningsrými og hvað ræður því hvernig við hegðum okkur og notum rýmin. Hverju þyrftum við að breyta á bókasafninu svo það sé staður fyrir ólíka samfélagshópa? Fólkið í Stofunni tók þátt og deildu sínum hugmyndum um nýja staði sem þau munu búa til á bókasafninu með starfsfólki bókasafnsins og sérfræðingum og áhugasömum um samfélagsrými í borgarþróun.  

Við byrjuðum á að líta inná við, hvað er það sem við þurfum á að halda? Martyna Daniel sérfræðingur bókasafnsins í fjölmenningarmálum leiddi hugleiðslu sem jarðtengdi hópinn áður en farið var á hugarflug um allt þar sem okkur dreymir um að geta boðið upp á og nýtt almenningsrýmið bókasafnið í. Hvernig myndi bókasafnið vera ef okkar þarfir í samfélagi við aðra lituðu rýmið - ef bókasafnið væri staður sem myndi nýtast okkur og hefði vægi í okkar lífi. 

Tanja Wohlrab studdi hópinn í að sjá fyrir sér hvað hver útgáfa of Stofu myndi líta út og bjóða notendum bókasafnsins uppá. Hluti af þeirri æfing var að átta sig á hvað það væri sem þörf væri á til að gera skapað nýjan stað, væri einhver af hópnum sem gæti boðið upp á aðstoð til að styðja við þróunina. Unnið var með vettvanginn Totel.ly til að tengja saman hópinn.  

Á næstu átta mánuðum munum við sjá átta mismunandi útgáfur af opnum samfélagsrýmum sem fólki í Stofunni býr til. Hver staður er einstakur og tímabundinn. Með þessu vill bókasafnið efla samtalið við nærsamfélagið og miðla til almennings hvers konar stað okkar samfélag þarf á að halda til að dafna. Michael Richardt opnar fyrstur sína Stofu 19. September. Hann býður þér að stíga inn í listrænt ferli með penslum og bleki og er hluti af sjónrænu samtal um félagslegan stuðning undir heitinu BAÐSTOFAN.

Frekari upplýsingar um Stofuna | A Public Living Room 

Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaralegrar þátttöku 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is