Stefna Borgarbókasafnsins 2021 - 2024
Opið rými allra – Lýðræðisvettvangur með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi er yfirskrift stefnu Borgarbókasafnsins sem gildir frá frá 2021-2024. Borgarbókasafnið heyrir undir menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar sem gefur út sameiginlega starfsáætlun ár hvert fyrir menningarstofnanir borgarinnar.
Hugsaðu þér stað...
Þar sem öll eru velkomin og það kostar ekkert inn. Stað þar sem þú getur verið eins og þú ert og leitað athvarfs frá amstri dagsins.
Í samtali við aðra, sem þú hefðir annars ekki hitt, fæðast hugmyndir og þú uppgötvar eitthvað nýtt.
Á þessum stað er þér meira en velkomið að deila því sem þú hefur – hugmyndum, reynslu og hæfni. Þegar þú gengur út, finnst þér þú tilheyra einhverju stærra, vita og skilja aðeins meira. Þú býrð að upplifun á rými sem endurspeglar samfélagið okkar.
Bókasafnið getur verið þessi staður; samfélagsrými og þátttökugátt þar sem við deilum sögum, menningu og upplifun.
Stefna Borgarbókasafnsins 2021 - 2024
Gildi Borgarbókasafnsins gagnvart notendum eru:
NÝSKÖPUN | HLÝJA | FORDÓMALEYSI | JÖFNUÐUR
Gildi Borgarbókasafnsins gagnvart starfsfólki eru:
HLUSTUN | FAGMENNSKA | VIRÐING | JÁKVÆÐNI
Hlutverk
- SKAPA - TENGSL | SAMTAL | UPPLIFUN
- DEILA – SÖGUM | ÞEKKINGU | MENNINGU
- JAFNA – AÐSTÖÐU | AÐGENGI | TÆKIFÆRI
- EFLA – LÆSI Í SINNI VÍÐUSTU MYND | LÝÐRÆÐISLEGA ÞÁTTTÖKU | SAMFÉLAGSLEGA NÝSKÖPUN