Húsreglur Borgarbókasafnsins

Velkomin á Borgarbókasafnið | Háttsemi og samskipti

VIRÐING

  • Bókasafnið er sameiginlegt rými okkar allra.
  • Við sýnum hvert öðru virðingu og tillitssemi.

ÖRYGGI

  • Safnið á að vera öruggur staður fyrir notendur og starfsfólk.
  • Hér rúmast hvorki rasismi, hatursorðræða, áreitni og fordómar né ofbeldisfull hegðun.
  • Óheimilt er að koma með áfengi eða önnur vímuefni til neyslu á safninu.

VELLÍÐAN

  • Göngum vel um og hjálpumst að við að halda aðstöðunni í góðu horfi.
  • Tökum tillit, látum okkur líða vel og gætum þess að valda ekki ónæði.
  • Hér er velkomið að dvelja, slaka á og njóta en ekki er heimilt að nota safnið sem svefnstað.

Notendur leiti til starfsfólks telji þeir að ofangreindar reglur hafi verið brotnar.
Starfsmönnum er heimilt að vísa notendum af safninu virði þeir ekki ofangreindar reglur.