Stofan | Getur öllum liðið vel á sama stað?

Við hittum samstarfsaðila Stofunnar | A Public Living Room til að rýna og ræða vellíðan og leiðir til að leysa úr ágreiningi eða árekstrum við aðra í almenningsrýmum.

Er til sá staður þar sem öllum líður vel á? Ef okkur á að líða vel á stað getum við komist hjá ágreiningi eða árekstrum við aðra? Geta nýjar umræður opnast á stöðum þar sem við upplifum óþægindi? 

Við byrjuðum hugarflugsfundinn á opnum samræðum um vellíðan og ágreining. Hvers konar samningaviðræður þurfa að eiga sér stað svo okkur geti liðið vel á stað? Með því að hafa hlutina eftir okkar eign höfði, erum við þá að valda öðrum óþægindum? Hvernig er best að kanna þessi málefni á stað eins og bókasafninu, sem í hugum margra er hlutlaus staður. Ef notendur bókasafnsins eru ósáttir við rýmið, ætti bókasafnsvörður að miðla málum? Finnst okkur rétt að bókasafnsverðir viðri skoðun sína á málefnum er varða hagsmuni notenda sinna?  

Spurningarnar leiddu umræðurnar áfram og deildu þátttakendur með okkur upplifun af aðstæðum eða framkomu þar sem þeim misbauð. Rætt var hvernig viðbrögðin í tilteknum aðstæðum voru og hverjar væntinga voru til þeirra sem stóðu nærri, hefði verið betra að fá meiri stuðning eða skilning frá umhverfinu? Þeirri hugmynd var varpað fram hvort bókasafnið gæti jafnvel boðið upp á þjálfun fyrir notendur og starfsfólk í að bregðast við aðstæðum þar sem okkur finnst á okkur eða öðrum brotið.

Við stöndum oft frammi fyrir stofnunum eða kerfum sem svara ekki þörfum okkar sem notendur. Slík reynsla veldur vanlíðan og á fundinum deildu þátttakendur með okkur upplifunum af skeytingarleysi eða skorti á gagnsæi og úrræðum í aðstæðum sem þeim þóttu óréttlátar. Í samtali við þátttakendur var sérstaklega tekið fram mikilvægi þess að eiga í samtali þar sem hlustað er á frásagnir og boðið er upp á raunverulegar leiðir til að hafa áhrif og bæta stöðuna. Við viljum ekki vera skilin eftir ein með upplifun þar sem okkur finnst á okkur brotið eða ekki hlustað. Bókasöfnin gætu skapað vettvang sem styður við slíkar frásagnir og stutt hlutaðeigandi í að ná til hvors annars og hafa áhrif. 

Í vetur opnar mánaðarlega ný útgáfa af Stofunni. Fylgist með á heimasíðu bókasafnsins og á Facebook, þar sem við færum fréttir af stund og stað hverrar Stofu. Við hlökkum til að sjá hvernig þátttakendur munu sýna okkur þeirra útgáfu af rými sem þeim líður vel í á bókasafninu.  

Frekari upplýsingar 

Martyna Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is  

UppfærtMánudagur, 16. október, 2023 14:51