Ímyndaðar framtíðir með AIVAG
Fyrir okkar hagsmunabaráttu, þá er það ómissandi þáttur að hlúa að samfélaginu þegar við berjumst fyrir réttindum listafólks, sérstaklega þeirra sem koma utan Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna. Okkar innblástur kemur frá sögu og þekkingu verkalýðsfélaga og baráttufólks.
Megan Auður og Hugo Llanes eru meðlimir í listamanna-aktívistahópnum AIVAG (Artists in Iceland Visa Action Group). Þau stilltu upp nýrri Stofu | A Public Living Room í Grófarhúsi sem var opin 19.-26. mars 2024: Orð um ímyndaða framtíð. Þetta er tímabundinn staður fyrir ímyndunaraflið. Hér var almenningi boðið að skrifa við framtíðir sem þau dreymir um. Í hvers konar heimi viljum við vera? Við deilum reynslu og áskorunum sem listamenn búa við og skrifum saman raunveruleika þar sem réttindi listafólks eru virt. Buðu Megan og Hugo upp á vinnustofu í framtíðarskrifum þann 21. mars 2024. Hér má lesa viðtal við teymið um hugmyndina að baki þeirra Stofu:
Við viljum skapa rými til að ímynda sér og skrifa framtíð sem við viljum sjá verða að raunveruleika. Deilum reynslu og áskorunum og skrifa saman til að skapa heim í sameiningu þar sem listafólk býr að réttindum og getur þrifist.
Rýmið er hluti af verkefninu Stofunni | A Public Living Room, þar sem ólíkir einstaklingar eða hópar fá frjálsar hendur á safninu til endurskapa valið rými eftir sínu höfði í anda Share the Care.
Frekari upplýsingar veitir
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is