Um þennan viðburð

Tími
16:00
Verð
Frítt
Sýningar

Stofan | Almenningssturta – Fyrri hluti

Þriðjudagur 2. maí 2023 - Þriðjudagur 9. maí 2023

„Við vonum að þú finnir skjól í þessu yfirþyrmandi rými þrátt fyrir að vita að aðrir geta séð og heyrt í þér.“

Maria-Carmela Raso og Kateřina Blahutová bjóðar þér í opnun á þeirra Stofu | A Public Living Room við sjálfafgreiðsluvélarnar á fyrstu hæð í Grófinni.

Stofan þeirra er almenningssturta og felur í sér leit notenda að vellíðan í aðstæðum sem líta út fyrir að vera óþægilegar, eins og það að fara í sturtu í almenningsrými. Fólk þarf ekki að afklæðast eða fara undir vatnsbunu í innsetningunni heldur fyrst og fremst að spyrja sig: Hvernig getur mér liðið vel í þessum tilteknu aðstæðum þar sem ég er venjulega út af fyrir mig? Er upplifun af öryggi hluti af vellíðan?

Að setja sig í óþægilegar aðstæður er ef til vill nauðsynlegur þáttur þess að þroskast. Til að geta vaxið verðum við að geta fundið leið til að líða vel í óþægilegum aðstæðum. Kateřina og Maria-Carmela bjóða notendum að taka þátt í að listrænni rannsókn sem kannar hvernig skynjun og mismunandi örvun skynfæra hefur áhrif á upplifun af umhverfinu. Almenningssturtan er innsetning í tveimur hlutum og er fyrri hlutinn opnaður 2. Maí 2023. Þær hafa unnið saman að fjölmörgum listrænum upplifunarferlum þar sem unnið er með mynd og hljóð, þar á meðal Multisensory Lab in á Hönnunarmars 2019. Er þeirra þáttur í Stofunni þáttur í listrænni þróun þeirra samstarfs.

Öll velkomin

Viðburður á Facebook

Um Stofuna
Stofan er tilraunaverkefni þar sem ólíkir samstarfsaðilar skapa samfélagsrými sem þau myndu vilja sjá á bókasafninu – tímabundin Stofa opin öllum. Einu sinni í mánuði er Stofan opnuð af samstarfsaðila sem hefur hannað rýmið eftir sínu höfði og setur rýminu tímabundna reglu sem eykur vellíðan í takt við eigin þarfir.

Frekari upplýsingar
Martyna Karolina Daniel | Sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is