Achola skapar Stofuna | A Public Living Room

Achola Otieno opnar sína persónulegu útgáfu af Stofunni á fimmtu hæð í Grófinni þann 29. marsBeyond Melanin. Achola starfar innan opinbera geirans og hefur sinnt mannréttindamálum í gegnum tíðina. Hún vill skoða sérstaklega hvað ræður því hvaða málefni teljast eiga heima í almennri umræðu á meðan önnur málefni lenda á jaðrinum.  Samtalið ber heitið Beyond Melanin og tengir reynslur vinkvenna sem markast af litarhætti og setja umræðuefnið í það samhengi. Við fengum að spyrja Acholu nokkurra spurninga um hennar útgáfu af Stofunni. 

Hvaða stað valdir þú fyrir þína Stofu? 

Eftir að hafa farið um allt bókasafnið, þá valdi ég fimmtu hæðina. Ég tók eftir notalegu svæði með vínylplötum David Bowie, Bob Marley, Madonnu og mörgum fleiri ásamt bókum sem stillt var upp. Mig langar að fólk sem kemur á safnið til að lesa eða sækja bækur staldri við Stofuna mína og heyri hvaða samtal fer þar fram. Tónlist hefur alltaf tengt fólk úr ólíkum áttum. Mér finnst vínylplötur laða að. Allt í lagi krakkar! Þið kannski tengið ekki öll við það, en það er kannski líka tilgangurinn með Stofunni minni að laða að með því sjónræna. 

Hverju viltu koma fyrir í Stofunni? 

Stofan mín mun vera í feel-good retro stíl, hún er litrík og hlýleg, umkringd mínum uppáhaldsplötum. Uppstillingin býður upp á samtal. Stólum er stillt í hring þar sem hægt er að sitja og spjalla saman, í kringum svæðið er bókum raðað upp. 

Hvernig viltu að notendur upplifi rýmið? 

Ég vil að allir sem koma í rýmið finnist sem að þeir tilheyri því. Ég mun velja efni, bæði bækur og tónlist sem umlykur samtalshringinn. Svo býð ég upp á hressingu, allir sem koma geta fengið sér te eða kaffi.  

Við hvern langar þig að ræða í Stofunni?  

Öll eru velkomin í Stofuna, samtalið er tekið frá sjónarhorni svartra kvenna sem tengja saman þræði úr þeirra hversdagslega lífi. En það er öllum frjálst að koma og deila sínum eigin þráðum, þó svo það þeir snúi ekki nákvæmlega að þessu. Það er hægt að brydda upp á ýmsu. Einnig má koma og hlusta eða spyrja spurninga sem tengjast samtalinu og deila með okkur hvernig eigin upplifun af rýminu er. Mér finnst gott að vitna í Audro Lord þegar við skoðum ákveðin málefni: There is no thing as a single-issue struggle because we do not live single-issue lives.

Leitarðu í ákveðinn innblástur frá öðrum stöðum í hönnun þinnar Stofu?  

Ég nota rýmið sem fyrsta vísi að nýsköpunarverkefni. Ég og tvær vinkonur mínar hafa rætt í gegnum tíðina af hverju sum málefni virðast varða alla og verða hluti af almennri umræðu, en önnur falla á jaðarinn. Og hvernig mætast þessir heimar? Fyrir stuttu heyrði ég Trevor Noah ræða mikilvægi þess að samfélagið eigi í samtali sem er ekki eins stýrt, þar sem skapast meiri óreiða og fólk leyfi sér að tjá sig og deila eigin sjónarmiðum, eiga í samtali sem er uppbyggilegt af því hversu ólík við erum. Og skapa þannig rými. Við erum enn að reyna að komast að því hvernig best væri að koma þessu í verk, en eitt er víst, við viljum hefja samtal sem á erindi á vettvang sem allir sækja í – inn í almenna umræðu. 

Meira um tilraunaverkefnið Stofan | A Public Living Room má finna hér. 

Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is 

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 28. febrúar, 2023 09:11