Anna W. skapar Stofuna í maí

Anna Wojtyńska skapar maíútgáfu Stofunnar á bókasafninu í Grófinni. Stofan er hennar persónulega útgáfa af samfélagsrými sem hún opnar með samtali 31. maí um skapandi þátttökumiðaðar aðferðir til að opna aðgengi að tungumáli og samfélagi. Við fengum að spyrja Önnu nokkrar spurningar við undirbúning opnunar Stofunnar og hvernig hennar rannsóknir á málefnum innflytjenda fléttast inn í rýmið.

Hvaða stað valdir þú fyrir þína Stofu og hverju viltu koma fyrir þar?
Ég valdi horn á 5. hæð bókasafnsins í Grófinni. Þetta er sérkennilegur staður úr gleri sem teygir sig í áttina að borginni. Staðurinn minnir á notalegan sólskála þar sem hægt væri að slaka á og njóta fyrsta kaffibolla dagsins. Fyrir mér þá vísar þessi staður einnig í hugmynd um opið almenningsrými – sem bókstaflega opnar í átt að borginni og færir okkur nær henni – hér finnurðu að þú ert í hjarta Reykjavíkur og getur fylgst með borgarlífinu. Hér eru engir steyptir veggir sem skýla þér frá borginni.

Hvernig viltu að notendur upplifi rýmið?
Mig langar að hvetja fólk til að hugsa um þátttöku og aðgengi allra að samfélaginu, mig langar að vekja tilfinningu opnunar, að standa við samfélag sem hægt væri að ganga inn í.   

Við hvern langar þig að ræða í Stofunni? 
Mig langar að bjóða fólki sem sinna verkefnum og/eða rannsóknum innan fræðasamfélagins sem ýta undir aðgengi að samfélagi með þátttökumiðuðum ferlum. Ég hef sinnt rannsóknum tengdum innflytjendum á Íslandi í nokkur ár og í því samhengi hefur oft stuðað mig staðhæfingin um að tungumálið er lykillinn að aðgengi að samfélaginu. Þó svo það sé ekki fjarir lagi að hugsa þannig, þá eru margar rannsóknir sem sýna fram á að því sé einmitt öfugt farið: Með þátttöku í samfélaginu þá færðu aðgengi að tungumálinu. Þess vegna langar mig að kanna nánar hvernig við getum aukð þátttöku óháð tungumálinu, til þess að auðvelda  að gengi að tungumálinu. Mig langar að ræða þetta málefni með gestum mínum sem hafa nýtt sér listræna aðferðarfræði eins og tónlist, hreyfingu og myndlist til að tengja fólk.

Leitarðu í ákveðinn innblástur frá öðrum stöðum í hönnun þinnar Stofu?  
Ef ég á að vera hreinskilin, þá í rauninni ekki. Fyrst datt mér í hug að stilla upp Stofu sem væri speglun á hverfisbakaríi í litlu bæjarfélagi, þar sem ólíkir einstaklingar gætu hist fyrir tilviljun og drukkuð morgunkaffið saman og jafnvel bryddað upp á samræðum þegar þau snæddu morgunmatinn. En að lokum, þá langaði mig að leggja meiri áherslu á viðfangsefnið sem ég hugsa mikið um núna og er hluti af sameiginlegu rannsóknarefni sem ég er hluti af, frekar er að hanna rýmið sérstaklega.

Meira um tilraunaverkefnið Stofan | A Public Living Room

Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Flokkur
UppfærtFöstudagur, 10. júní, 2022 15:14