Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 19:00
Verð
Frítt
Liðnir viðburðir

Anna W. opnar Stofuna | A Public Living Room

Þriðjudagur 31. maí 2022

Anna Wojtyńska skapar maíútgáfu Stofunnar á bókasafninu í Grófinni. Stofan er hennar persónulega útgáfa af samfélagsrými sem hún opnar með samtali 31. maí um skapandi þátttökumiðaðar aðferðir til að opna aðgengi að tungumáli og samfélagi.

Með því að taka þátt í menningarlífi og öðrum samfélagstengdum þáttum, er auðveldara að tengjast tungumálinu. Mig langar til að skoða hvernig við getum aukið þátttöku innflytjenda í samfélaginu. Samtalið sem ég mun hefja í Stofunni er við fólk sem hefur notað listræna aðferðarfræði sem auðveldar fólki að tengjast, eins og með tónlist og hreyfingu og öðrum listrænum formum.

Viðburður á Facebook.

Öll velkomin.
Rýmið er opið gestum og gangandi til 6. júní  að lokinni opnun, þar sem hægt verður að hlusta á upphafssamtalið.
Viðtal:  Anna Wojtyńska um sköpunarferlið

Stofan | A Public Living Room
Stofan er tímabundið samfélagsrými sem sett er upp mánaðarlega af ólíkum notendum með mismunandi hugmyndir um hvernig þeim langar að nota bókasafnið væri það þeirra eigin almenningsstofa. Hver skapar nýjan og óvæntan stað inni á safninu og hefur einhverskonar samtal í rýminu. Gestum og gangandi er boðið að tilla sér niður í rýminu og hver veit nema úr verði gefandi samtal við næsta mann?
Meira um tilraunaverkefnið Stofan | A Public Living Room

Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaralega þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is