Michelle Spinei skapar rými Stofunnar

Michelle skapar Stofuna | A Public Living Room

Michelle Spinei opnar sína útgáfu af Stofunni 26. október. Hún er rithöfundur og leitast eftir að skapa rými sem býður notendum að setjast niður og sinna skapandi skrifum – hlið við hlið. Við spurðum hana nokkurra spurninga um ferlið að lokinni vettvangsskoðun í Grófinni.

Hvaða stað valdir þú fyrir þína Stofu?

Ég valdi handavinnuhornið á annarri hæð af því það er bæði notalegt og aðeins til hliðar, en samt nógu opið og aðgengilegt. Að skrifa er ekki svo frábrugðið því að prjóna eða að hekla, í stað þess að fara með nál eða prjón í næstu lykkju, þá bætirðu stöðugt við einu orði til viðbótar þar til þú hefur lokið verkinu.

Hverju viltu koma fyrir í Stofunni?

Ég mun vera með langborð og stóla í miðjunni og á svæðinu í kring eru hægindastólar. Púðar, mottur og plöntur bjóða fólk velkomið og úrval bóka sem styðja við skapandi skrif verða einnig á svæðinu. Fólk er hvatt til að deila með öðrum góðum ráðum til að byrja skrif, tillögum sem hvetja áfram og mikilvægast af öllu er að sjálfsögðu kaffið og te, sem verða til staðar til að smyrja skrifvélina.

Hvernig viltu að notendur upplifi rýmið?

Mig langar að þátttakendur geti hrifist og uppgötvað nýtt og á sama tíma fái þeir orku til að skrifa. Rýminu er ætlað tvennt, í fyrsta lagi á hönnunin á að gefa til kynna að hver sem er geti komið við, fengið sé sæti og skrifað.  Svo eru það skipulagðir skrifsprettir sem eru ætlaðir þeim sem langar að skrifa hlið við hlið. Þannig er rýminu ætlað að vera aðgengilegt fyrir bæði þá sem vilja skrifa í einrúmi og einnig þá sem vilja skrifa í félagi við aðra.

Í rauninni er þetta einföld hugmynd, það að skuldbinda sig skrifum í samfloti við aðra getur ýtt undir sköpandi skrif. Og það skiptir engu máli á hvaða tungumáli þú skrifa eða hvers eðlis skrifin eru. Ég vona að öll finnist þau velkomin að skrifa með okkur í Stofunni.

Við hvern langar þig að ræða við á Stofunni?

Mig langar að bjóða allskonar rithöfundum í samtalið, hvort sem það er einhver sem er bara að byrja að skrifa eða einhver sem hefur þegar gefið út eigin verk, sama af hvaða gerð það er. Ljóðskáld, skáldsöguhöfundar, handritasmiðir, nemar sem eru að vinna í lokaritgerðinni sinni – allir sem skrifa eru velkomnir.

Leitarðu í ákveðinn innblástur frá öðrum stöðum í hönnun þinnar Stofu?

Þegar ég lærði í París, þá elskaði ég að fara á bókasöfn því þau voru með þessi háu rými með bogadregið þak þar sem þú gast setið við löng borð og mér fannst sérstaklega lokkandi að setjast við og vinna. Mig langaði að endurskapa rými sem býður notandum að koma sér vel fyrir og vinna að eigin verkefni. Á síðasta ári tók ég þátt í skrifsprettum á netinu og fannst mjög gefandi að sinna skrifum samhliða öðrum. Mín persónulega útgáfa af Stofunni sækir að færa félagsskap sem myndast við að skrifa saman á netinu og færa það inn í samfélagið með því að skapa því stað.  

Frekari upplýsingar um verkefni Stofuna má finna hér. 
Fyrir neðan má finna úrval bóka sem Michelle mælir með fyrir skapandi skrif.

Lesrými á bókasafni

Flokkur
UppfærtMánudagur, 16. október, 2023 16:15
Materials