Anna skapar Stofuna | A Public Living Room

Anna Marjankowska opnar sína persónulegu útgáfu af Stofunni á Torginu í Grófinni 23. nóvember. Anna er virk í skipulagðri hagsmunabaráttu verkalýðs, rannsakandi nútíma vinnuskilyrða og kennari. Hún sinnir aðhlynningarstöfum ásamt því að koma sér reglulega í vandræði og stuða umhverfi sitt. Á milli þess sem hún hannar eigin Stofu á bókasafninu þá er hún einnig í verkefnum í Slagtogi, sem eru samtök um feminíska sjálfsvörn, og að taka upp fyrir Satellites podcast, hlaðvarp framleitt af East of Moon Productions. Við spurðum hana nokkurra spurningar við undirbúning hennar eigin Stofu. 

Hvaða stað valdir þú fyrir þína Stofu?

Ég valdi Torgið í Grófinni, meginstaðinn þar sem hægt er að koma saman á bókasafninu. Mér finnst staðurinn bjóða fólk velkomið, ekki aðeins þá sem ætla sér að mæta á viðburði eða fundi heldur líka þá sem eru þar fyrir tilviljun, lesendur sem eru að skila bókum en einnig notendur sem gætu staldrað við og heyrt af samræðum sem eiga sér stað ekki svo langt frá innganginum. Þetta er einnig staður sem er aðgengilegur öllum.

Hverju viltu koma fyrir í Stofunni?

Með því að færa appelsínugulu sófana frá 2. hæðinni niður á Torgið verður það hlýlegra og býður upp á samtal, við munum einnig hafa krakkahorn, svo að foreldrar geta tekið þátt án þess að hafa áhyggjur af börnunum á meginviðburðinum í Stofunni minni. Í rýminu geturðu nálgast úrval bóka sem snúa að þróun samfélaga og skipulag í kringum sameiginlega hagsmunabaráttu nærsamfélaga ásamt stjórnmálatengdu efni. Einnig verður hægt að nálgast efni í rafrænusafni á staðnum eins og hlaðvarp í samstarfi við fólk sem hjálpaði mér að komast í gegnum heimsfaraldurinn á síðustu misserum.

Hvernig viltu að notendur upplifi rýmið?

Mig langar að undirstrika möguleika notenda til að taka þátt í dagskrárgerð bókasafnsins. Hér er hægt að hitta fólk fyrir hreina tilviljun en einnig kynnast félagasamtökum á skipulögðum fundum sem hafa áhrif á umhverfið og samfélagið. Með því að huga að þörfum okkar, sinna skipulögðu félagssstarfi og einnig með því að spyrja mikilvægra spurninga, þá  mótum við umhverfið hvert með okkar hætti. Mig langar að nota bókasafnið sem stað til að funda, hefja samtal og sem mögulegan miðpunkt fyrir félagslega nýsköpun.

Við hvern langar þig að ræða við í Stofunni?

Grasrótarhreyfingar sem leggja áherslu á nærsamfélagið, samfélagsþjónustu, vernd, endurgjöf eigna og jöfn tækifæri.

Leitarðu í ákveðinn innblástur frá öðrum stöðum í hönnun þinnar Stofu?

Ég trúi á bókasöfn sem mikilvæga auðlind samfélagsins. Í mínum augum er bókasafnið staður utan heimilisins sem mætir þörfum mínum til að sinna „skrifstofuvinnunni“ minni, dregur mig í burtu frá heimilisstörfum, kemur mér í skap til að vera meðal fólks og hvetur til samskipta við rýmið sjálft og fólkið sem er í því. Ég valdi borgina Kraká til að eyða upphafi fullorðinsáranna minni í. Ef ég var ekki í skólanum eða í vinnu, þá eyddi ég mestum tíma mínum á bókasöfnum. Til að læra og skrifa þá valdi ég opið rými eins og á almenningsbókasafninu í Kraká Arteteka , þar sem ég gat unnið í ljúfum kliði frá öðru fólki sem gekk framhjá, las bækur, myndsögur, sat við tölvu, horfði á kvikmyndir og lék sér í tölvuleikjum. Í lok dags gat ég dottið inn á viðburð um bókmenntir eða annarskonar menningu. Þegar ég vildi geta haldið meiri einbeitingu og deila streitu með öðrum samnemendum við að fletta í bókum (sérstaklega í prófatörn), þá valdi ég frekar bókasafnið Rajska Library. Svo til að njóta þess að dvelja við heilagan brunn þekkingar og í einstaklega fallegri nútímabyggingarlist þá fór ég á bókasafnið Jagiellonian Library.

Anna verður með sérstakan viðburð mánudaginn 29. nóvember um samfélagsþjónstu þar sem hún hefur samtal við ýmiskonar grasrótarhreyfingar. 

Opnun Stofu Önnu er 23. nóvember og verður rýmið opið til 30. nóvember á Torginu á 1. hæð í Grófinni. 

Tilraunaverkefnið Stofan | A Public Living Room er að finna hér.

Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaralega þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Flokkur
UppfærtFöstudagur, 10. júní, 2022 15:19