Anna opnar Stofuna | A Public Living Room
Anna Marjankowska skapar nóvemberútgáfu Stofunnar á Torginu á 1. hæð í Grófinni.
Mánudaginn 29. nóvember býður hún íslenskum grasrótarsamtökum í samtal um samfélagsþjónustu, hvernig hægt er að skilgreina þarfir nærsamfélaga ásamt því að efla drifkraft og samstarf í ljósi þess sem við höfum lært af yfirstandandi heimsfaraldri.
Í Stofunni býðst notendum bókasafnsins að kynnast því sem Anna telur ómissandi við sköpun vettvangs við þróun samfélaga og kanna leiðir til að koma á framfæri hagsmunamálum með ýmsum birtingamyndum sem verða til sýnis í rýminu.
Öll velkomin.
Stofan | A Public Living Room
Stofan er tímabundið samfélagsrými sem sett er upp mánaðarlega af ólíkum notendum með mismunandi hugmyndir um hvernig þeim langar að nota bókasafnið væri það þeirra eigin almenningsstofa. Hver skapar nýjan og óvæntan stað inni á safninu og hefur einhverskonar samtal í rýminu. Gestum og gangandi er boðið að tilla sér niður í rýminu, hafa það notalegt og hver veit nema úr verði gefandi samtal við næsta mann?
Meira um tilraunaverkefnið Stofan | A Public Living Room má finna hér.
Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaralega þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is