Anna Marjankowska skapar rými fyrir lýðræðissamtöl

Hver hlúir að samfélagi og hvernig? | Stofan – A Public Living Room

Anna Marjankowska hóf samtal um aðhlynningu samfélags í sinni persónulegu útgáfu af Stofunni. Þátttakendur voru flest öll virk í félagasamtökum á við Tabú, Andrými, Slagtog og IWW Ísland. Spurningar sem Anna staðsetti fyrir miðju í Stofunni voru: Hver er þinn skilningur á samfélagsþjónusta og aðhlynningu samfélags? Hvernig geta bókasöfn sem opin rými hlúð að samfélögum?

Umræðan hófst á skilgreiningu sumra staða sem hlutlausra, eins og bókasafnið, og hvað það geri það að verkum að sumar hagsmunabaráttur eru skilgreindar rótttækar en aðrar sjálfsagðar. Samtalið þróaðist út í hugleiðingar um valdið til að skilgreina rými og við notum þau með ólíkum hætti þeim.

Umbreyting staða og að brjóta upp mynstur geta ögrað samfélagssáttmála, sem ekki endilega öllum var ljóst að væri til staðar.

Að hlúa að samfélagi þýðir að berjast gegn kerfisbundinni kúgun.

Við viljum geta notað almenningsrými til að þróa samfélagsþjónustu og þróa vettvang samfélaga. Við verðum að gera okkur grein fyrir hver eru fjarverandi og finnast þau ekki geta verið hluti af hópnum. Og í kjölfarið þurfum við að spyrja okkur af hverju svo er.

Hér eru nokkrar hugleiðingar sem þátttakendur deildu með hópnum:

Við löðum að fólk sem eru eins og við sjálf. Með því að skapa tómarúm eða færa sig út fyrir þekkt svæði, þá gætum við gert samfélagið aðgengilegra og opnara fleirum.

Við sækjumst eftir ósviknum tengslum við annað fólk, sum okkar hafa aldrei geta verið þau sjálf úti í samfélaginu og alltaf fundið þau eins og þau tileyri ekki.

Sjónræn miðlun með myndum sem sýna staðinn gæti opnað hann fyrir fleirum og breiðari hópi fólks, því myndir hjálpa okkur við að ímynda okkur inni á nýjum stöðum sem við hefðum annars ekki farið á.

 

 

Fleiri samtöl sem farið hafa fram í ólíkum útáfum af Stofunni – tímabundnu samfélagsrými á bókasafninu – má finna hér.

Frekari upplýsingar :
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgarleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

 

Flokkur
UppfærtFöstudagur, 10. júní, 2022 15:28