Fólkið í Stofunni

Þátttakendur í verkefninu Stofunni 2021-2022

Stofan er hugsuð sem lifandi vettvangur sem auðveldlega er hægt að laga að ólíkum hugmyndum og kringumstæðum. Hver skapandi Stofunnar setur upp persónulegt rými á bókasafninu sem er opið og aðgengilegt öðrum. 

 

|

 

Achola Otieno

Achola Otieno skapar sína útgáfu af Stofunni í mars 2022. Achola hefur víðtæka reynslu af því að vinna með stefnumótun, rannsóknir og verkefni sem snúa að samþættingu, aðlögun og fjölbreytileika, hún var stjórnarmaður hjá WOMEN á Íslandi og fulltrúi Fjölmenningarseturs. Achola er með BA í almannatengslum og meistaragráðu í alþjóðamálum. Hún hefur einnig starfað við verkefni, svo sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna um flutning flóttafólks í Kakuma, Kenýa, Hér á Íslandi starfaði hún sem verkefnastjóri við umdæmisverkefni fyrir innflytjendur og hjá Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar sem sérfræðingur í málefnum innflytjenda.

 

|

Anna Marjankowska

Anna Marjankowska hannar eigin útgáfu af Stofunni í nóvember 2021. Anna er virk í skipulagðri hagsmunabaráttu verkalýðs, rannsakandi nútíma vinnuskilyrða og kennari. Hún sinnir aðhlynningarstöfum ásamt því að koma sér reglulega í vandræði og stuða umhverfi sitt. Hún er í Slagtogi, samtökum um feminíska sjálfsvörn, og hluti af hlaðvarpinu Satellites, framleitt af East of Moon Productions.


|

Anna Wojtyńska er nýdoktor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Hún er með meistaragráðu frá Varsjár Háskóla og doktorsgráðu frá Háskóla Íslands. Rannsóknarefni hennar eru málefni pólskra innflytjenda á Íslandi með áherslu á þverþjóðlegar venjur farandfólks og þátttöku þeirra á vinnumarkaði. Hún vinnur nú að þriggja ára verkefni: „Aðlögun aðfluttra og innflytjenda á landsbyggðum á Ísland“. Hún tekur einnig þátt í listaverkefninu „Common Ground“ sem tengist hugmyndinni um heimilið í sífellt breytilegum heimi.

 

|

Guðný Sara

Guðný Sara Birgisdóttir (1993) lauk BA prófi frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2018 og hefur MA gráðu frá hönnunardeild sama skóla. Guðný vinnur með innsetningar, tvívíð verk, videó- og hljóðverk og hefur lagt áherslu á rannsóknir og getgátuhönnun byggða á niðurstöðum. Guðný skoðar umhverfi mannsins, frásagnir, framleiðsluferla og efnisnotkun, og vinnur með líkamleg og tilfinningaleg rými, en markmið hennar er að búa til umhverfi sem vekja samræður um alþjóðleg og staðbundin viðfangsefni. Guðný útskrifast sem listkennari frá Listaháskóla Íslands vorið 2022.


|

Janosch Kratz kynnir Stofuna

Janosch Bela Kratz er samskiptahönnuður og listamaður frá Karlsruhe, Þýskalandi, sem býr um þessar mundir í Reykjavík. Meðan hann lærði samskiptahönnun í Þýskalandi ákvað hann að taka sér hlé svo hann gæti útskrifast úr meistaranámi hönnunardeilda LHÍ, Explarations & Translations, með áherslu á skáldskap í hönnun, pósthúmanískan femínisma og sögu innflytjenda. Hugmyndafræði hans sækir hann úr meistaranáminu en praktíkina úr námi sínu í Þýskalandi. Í verkum sínum fjallar hann iðulega um efni eins og heimili, brottför, komu og snertingu við hið ómanneskjulega. Helstu heimildir hans eru poppmenningarleg og félagsleg fyrirbæri sem urðu hornsteinar rannsókna hans og listrænnar iðkunar. Jafnvel þó hann vinni aðallega með kóða, myndbandsritgerðir og myndskreytingar, leggur hann sig fram við að uppgötva nýja miðla í vinnunni.

 

|

Michelle Spinei kynnir Stofuna

Michelle Spinei er rithöfundur frá Bandaríkjunum og býr og starfar í Reykjavík. Hún skrifar mest fyrir ferðafólk og hafa textar hennar með allars birst í útgáfum eins og Fodor´s og Mtador Network. Hún er meðlimur í Women's Fiction Writers Association og vinnur nú að sinni fyrstu skáldsögu.

 

|

Thomas frá A-SPHERES Design Studio

Thomas frá A-SPHERES Design Studio framkvæmir listræna rýmisrannsókn. Meira um A-SPHERES er að finna á Instagram @a.spheres.o