Árleg ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir

Í Gerðubergi hefur verið haldin árlega frá árinu 1998 ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir. Að ráðstefnunni standa eftirfarandi félög og stofnanir; Borgarbókasafnið, IBBY á Íslandi, Rithöfundasamband Íslands, skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, Félag fagfólks á skólasöfnum og Upplýsing.

Gerðubergsráðstefnan er haldin á laugardegi og stendur að öllu jöfnu frá kl. 10:30 – 14:30 með hádegisverðarhléi þar sem gestum gefst kostur að kaupa hádegisverð á veitingahúsinu í Gerðubergi.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin!

Ráðstefnan 2024

Ákveðið hefur verið að færa ráðstefnuna í ár fram til 14. september vegna framkvæmda á salnum í Gerðubergi. Þema ráðstefnunnar verður grín í barnabókum og hlökkum við til að segja ykkur nánar frá því þegar nær dregur.

Fyrri ráðstefnur

2023 - Allskonar fjölskyldur
2022 - Allskonar öðruvísi
2021 - Fjársjóðsleit fjölskyldunnar - lestur sem sameiginleg upplifun
2020 - Vá - Bækur, lesendur þeirra og allt hið voðalega í heiminum
2019 - Þetta er bara barnabók
2018 - Í hvaða bók á ég heima?
2017 - Hvað er hún margar blaðsíður? #unglingarlesa
2016 - Nesti og nýjir skór
2015 - Hversdagshetjur á köldum klaka
2014 - Kveikjum elda
2013 - Framtíðarbókin
2012 - Fyrir augum hinna yngstu
2011 - Púkar og prinsessur
2010 - Úr grárri forneskju í glansandi bók
2009 - Bókaormaeldi
2008 - Unglingabókin - meira en brjóst og bólur?
2007 - Húmor og hugrekki - í minningu Astrid Lindgren
2006 - Heillandi heimur - goð, börn og valkyrjur
2005 - H. C. Andersen - í minningu 200 ára afmælis H. C. Andersen
2004 - Það var barn í salnum - leiklist fyrir börn
2003 - Grettir Sig. og bara hlær... - ljóð fyrir börn
2002 - Út um víðan völl
2001 - Pabbi, mamma, barn og bók
2000 - Goðsögur, galdrar og fantasía í barna og unglingabókmenntum
1999 - Í sagnaheimi
1998 - Tálbeita, ljóðlist og afturgöngur

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 4116146