Barna- og unglingabókaráðstefna í Borgarbókasafninu Gerðubergi
Myndhöfundur. Elísabet Rún

Um þennan viðburð

Tími
10:30 - 13:00
Verð
Frítt
Staður
Einnig streymt á Facebook
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Fræðsla
Spjall og umræður

Ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir | Lestur sem sameiginleg upplifun

Laugardagur 6. mars 2021

Árleg ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir horfir að þessu sinni til lesturs sem sameiginlegrar upplifunar fjölskyldunnar. 

Þegar viðburðum fækkaði, mannamót voru bönnuð og ýmis starfsemi lagðist af dró þjóðin sig í hlé með bók. Börn og fullorðnir lásu saman upphátt og í hljóði, í sófanum, undir teppi, í baðkarinu og í bílnum. Í skólum er börnum kennt að tengja saman hljóð í orð en það er fyrst og fremst á heimilunum sem ungir lesendur þjálfast í lestri og læra sömuleiðis að meta bókmenntir. 

DAGSKRÁ

10:30 – 10:40     Gunnar Helgason fundarstjóri setur ráðstefnuna

10:40 – 11:05    Börn lesa fyrir hunda - Geta hundar haft áhrif á lestrargetu og áhuga barna á lestri?
Margrét Sigurðardóttir, upphafsmaður verkefnisins Lesið fyrir hunda        
Lestrarverkefnið Lesið fyrir hund hefur verið starfrækt á Íslandi frá árinu 2013. Margrét segir frá undirbúningi og samstarfi við bókasöfn og skóla. Hún fjallar jafnframt um aðferðafræðina og hvaða árangri hún hefur skilað samanber niðurstöður rannsókna sem hún vann að í tengslum við meistaraverkefni í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla Íslands. 

11:05 – 11:30    Myndir segja meira
Bergrún Íris Sævarsdóttir, mynd- og rithöfundur
Börn verða myndlæs löngu áður en þau læra að ráða í stafi og orð. Í erindi sínu skoðar Bergrún Íris myndabókina út frá samtali teikninga og texta. Myndhöfundar bæta gjarnan nýjum víddum við söguna og „skrifa“ þannig sína eigin sögur í línum og litum. Þá sjá börn oft smáatriði í myndum, smáatriði sem fara framhjá hinum textamiðaða fullorðna lesanda. Getur verið að myndlæsi sé enn mikilvægara en við gerum okkur grein fyrir? Er myndlæsi jafnvel svarið við læsisvanda 21. aldarinnar?

11:30 – 12:00    MATARHLÉ

12:00 – 12:25    Mikilvægi heimalesturs - Hlutverk og þátttaka foreldra í lestrarnámi ungra barna
Eygló Dögg Hreiðarsdóttir, grunnskólakennari
Eygló Dögg kynnir viðfangsefni rannsóknar sem hún vann í tengslum við meistararitgerð sína í uppeldis- og kennslufræðum í þeim tilgangi að skoða hvernig lestrarstundum er háttað heima fyrir.  Eru þær ánægjulegar eða erfiðar? Telja foreldrar að fjölbreytt lestrartengd verkefni og hvatning frá umsjónarkennara stuðli að auknum áhuga þeirra á lestrarnámi barna sinna.   

12:25 – 12:50    Að lesa með börnum og að tala um bækur
Jón Thoroddsen, grunnskólakennari
Jón fjallar um þá tilviljun að á sama tíma og hann var að uppgötva heimspekilega samræðulist með nemendum sínum las hann mikið fyrir dætur sínar og voru áhrifin þarna á milli mjög frjó fyrir þróun þessarar samræðulistar. Hann nefnir nokkrar góðar bækur sem hann hvort tveggja las með dætrum sínum og nýtti sér til að ræða við nemendur í skólanum. 

12:50 – 13:00    Spurningar úr sal og samantekt.
 

•    Staðsetning viðburðar: Salurinn Berg, á efri hæð. Ráðstefnunni verður jafnframt streymt á Facebook síðu Borgarbókasafnsins.
•    Vinsamlegast skráið ykkur á viðburðinn hér að neðan.
•    Kaffihúsið er opið.

Að ráðstefnunni standa Síung, Félag fagfólks á skólasöfnum, IBBY á Íslandi, SFS , Upplýsing og Borgarbókasafnið.

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri bókmennta
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is | s. 411 6100