Fríbúð | Hring eftir hring
GEFA - TAKA - HRING EFTIR HRING
Í Fríbúðinni í Gerðubergi eru allir hlutir ókeypis. Þangað er hægt að koma með hluti í góðu ástandi sem nýtast ekki lengur og taka heim með sér það sem vantar.
Athugið að Fríbúðin tekur EKKI á móti eftirfarandi. Við bendum á endurvinnslustöðvar Sorpu:
• Föt og skór
• Vítamín og lyf
• Húsgögn: En við tökum á móti lömpum og skrautmunum
• Spilliefni: Til dæmis tjöruhreinsir og ýmis kemísk efni sem eiga vera þar sem börn ná ekki til
• Snyrtivörur: Krem, sjampó, sápur og þess háttar
• Hnífar
Hvað finn ég í Fríbúðinni?
Í Fríbúðinni má finna ýmislegt nytsamlegt, úrvalið breytist frá degi til dags og eftir árstíðum.
SKILAKASSAR - ENDURVINNSLA
Í skilakassana má koma með eftirfarandi:
- Málmar (pottar, pönnur o.s.frv.)
- Ljósaperur
- Smærri Raftæki
- Keramik, postulín (diskar, bollar, styttur o.s.frv.)
- Rafhlöður
- Kertavax
Skilakassar eru fyrir það sem ónýtt er. Er hluturinn heill? Þá á hann heima í Fríbúðinni eða endurvinnslustöðvum Sorpu.
HRINGRÁSARSAFNIÐ - FÁÐU HLUTI AÐ LÁNI
Í Fríbúðinni finnur þú einnig sjálfsafgreiðsluskápa Hringrásarsafnsins, fulla af allskonar hlutum, sem hægt er að fá að láni. Hringrásarsafnið er í samstarfi við Reykjavík Tool Library.
FRÍSKÁPUR - SPORNUM VIÐ MATARSÓUN
Kæliskápur opinn almenningi. Við tökum glöð á móti neysluhæfum mat í frískápinn. Öllum er frjálst að taka matvæli úr frískápnum en neysla matarins er á eigin ábyrgð.
- Aðeins neysluhæfur matur má fara í Frískápinn
- Merkja þarf heimatilbúna rétti með dagsetningu og innihaldslýsingu
- Vinsamlegast engan fisk eða hrátt kjöt
- Engar opnar niðursuðudósir né krukkur
- Enga áfenga drykki
UMHVERFISVÆNIR VIÐBURÐIR
Í Fríbúðinni er gott viðburðarými og við bjóðum upp á fjölbreytta dagskrá sem snýr að skapandi leiðum til að endurnýta alls konar dót, huga að umhverfinu, rækta blóm og jurtir, gera við hluti og gefa þeim nýtt líf. Langar þig að halda eigin viðburð í Fríbúðinni? Við tökum öllum grænum hugmyndum fagnandi!
OPNUNARTÍMAR FRÍBÚÐARINNAR
Fríbúðin fylgir opnunartíma Gerðubergs og er staðsett á efri hæð hússins.
- Mánudagur: 08:00-18:00
- Þriðjudagur: 08:00-18:00
- Miðvikudagur: 08:00-20:00
- Fimmtudagur: 08:00-18:00
- Föstudagur: 08:00-16:00
- Laugardagur: 10:00-17:00
- Sunnudagur: LOKAÐ
GRÆNA BÓKASAFNIÐ
Bókasöfn eru í eðli sínu vistvæn. Þar færðu efni að láni og skilar svo aftur inn í hringrásina. Með Fríbúðinni tökum við þetta skrefinu lengra í samstarfi við Góða hirðinn og skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg.
Við hvetjum notendur til að breyta neyslumunstri sínu, kíkja reglulega í Fríbúðina og taka þátt í fræðslu og skemmtilegum viðburðum í Gerðubergi.
Nánari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | 411 6170