Velkomin í Gerðuberg

Í Gerðubergi er fjölbreytt starfsemi og aðstaða fyrir fólk á öllum aldri til að koma saman og njóta samveru, glugga í bækur og tímarit, kíkja á viðburð eða vinna að eigin hugðarefnum.

Tilvalið er fyrir hópa að mæla sér mót á safninu eða í kaffihúsinu. Bókasafnið er bjart og rúmgott. Gott úrval er af bókum, borðspilum, tímaritum og mynddiskum, bæði á íslensku og erlendum tungumálum.  

Staðsetning

Við erum til húsa við Gerðuberg 3-5. Bílastæði er að finna á þremur stöðum, að neðanverðu við húsið, keyrt inn frá Austurbergi og að ofanverðu við Heilsugæslustöðina við Hraunberg. Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða á bílastæði neðan við húsið. Lyfta er í húsinu. Hjólastæði er finna við báða innganga hússins. Hvetjum öll, sem eiga þess kost, að nota vistvænar samgöngur. 

Nánari upplýsingar um aðgengi á staðnum

Allt um Gerðuberg

Barnadeildin

Barnadeildin býður upp á úrval barnabóka á fjölmörgum tungumálum, hér má finna yfirlit yfir þau. Í barnadeildinni er gott að kúldrast saman með börnunum, leika og lesa.  

Tölvur, skanni og prentari

Ókeypis aðgengi er að tölvum og skanna einnig er hægt að ljósrita og prenta gögn gegn vægu gjaldi. Sjá nánari upplýsingar um þjónustuna.  

Hringrásarsafnið 

Hringrásarsafnið er verkefni unnið í samstarfi við Munasafnið / RVK Tool Library og sjálfsafgreiðsluskápa er að finna á efri hæð. Markmiðið er að bjóða upp á aðgengi að allskonar hlutum og smærri verkfærum. Líkt og þú færð bækur lánaðar, getur þú nú fengið hluti að láni. 

Salaleiga

Hægt er að bóka sal eða fundarherbergi í Gerðubergi. Í húsinu er góð aðstaða til að halda fundi, námskeið og ráðstefnur. 

Kaffihúsið 

Á Cocina Rodriques kaffihúsinu er hægt að fletta tímaritum, dagblöðum og setja tölvuna í samband. Einnig er ávallt úrval afskrifaðra bóka sem fólk getur kippt með sér.  

Viðburða- og sýningarhald  

Öllum er frjálst að leggja inn umsókn með tillögu að hverskonar samstarfi, viðburðahaldi, sýningum eða öðrum verkefnum. Hafðu samband og gerum okkar besta til að svara umsóknum fljótt og vel! 

Í Gerðubergi er sýningarrými á neðri hæð og viðburðahald fer fram ýmist inni á bókasafninu eða á kaffihúsinu. 

Leiðsagnir 

Hægt er að bóka leiðsagnir fyrir skólahópa og aðra hópa sem vilja kynna sér starfsemi og aðstöðu safnsins.

Hér má kynna sér alla þá aðstöðu sem menningarhús Borgarbókasafnsins hafa upp á að bjóða


Allskonar í boði

Auk þess að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost og blómlegt viðburðahald, býður Borgarbókasafnið upp á alls kyns aðra þjónustu sem nýtist almenningi. 

Skoðið hvað er í boði 


Hafðu samband:

Ilmur Dögg Gísladóttir er deildarstjóri í Borgarbókasafninu Gerðubergi, ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is.            

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík
gerduberg@borgarbokasafn.is | 411 6170