Hringrásarsafnið | Fáðu hluti að láni

Velkomin á Hringrásarsafnið þar sem þú getur fengið hluti að láni á bókasafninu!


Hvað er Hringrásarsafnið?

Hringrásarsafnið er samstarfsverkefni hjá Borgarbókasafninu og Munasafnsins RVK Tool Library. Sjálfsafgreiðsluskápa fulla af gagnlegum tækjum og tólum má finna á Borgarbókasafninu Grófinni, Borgarbókasafninu Gerðubergi og á Borgarbókasafninu Kringlunni. Fjótlega opna nýjir skápar í safninu í Úlfarsárdal. Á Hringrásarsafninu getur þú fengið að láni allskonar hluti og smærri verkfæri. 

Hér sérðu yfirlit yfir þá hluti sem eru í boði til útláns hverju sinni. Hlutum er skipt út reglulega:

Borgarbókasafnið Grófinni
Borgarbókasafnið Gerðubergi
Borgarbókasafnið Kringlunni


Hvernig gerist ég meðlimur? Hvað kostar áskrift í eitt ár?

Hver sem er getur fengið aðild að Hringrásarsafninu. Meðlimum er frjálst að fá lánaða eins marga hluti og þeir þurfa og eins oft og þá langar. 

Ársgjald

Fyrir þau sem eiga bókasafnsskírteini: 5000 kr.
Fyrir þau sem eiga ekki bókasafnsskírteini: 7000 kr.
Fyrir meðlimi Munasafns RVK Tool Library: Frítt

Hér er skemmtilegt viðtal úr Landanum, við umsjónafólk Munasafnsins og Hringrásarsafnsins, þar sem farið er í nánar í saumana á þessu einstaka verkefni.

*Hringrásarsafnið er útibú á vegum Munasafnsins, en áskrift að Hringrásarsafninu jafngildir ekki aðild að Munasafninu (meðlimir Munasafnsins hafa hins vegar aðgang að Hringrásarsafninu). Þau sem hafa áhuga á að gerast meðlimir Munasafnsins geta fundið upplýsingar á vefsíðu þeirra munasafn.com