Barnadeildin í Gerðubergi

Í Gerðubergi er falleg og rúmgóð barnadeild þar sem öll börn eru velkomin! Þetta þykir ákaflega ævintýralegur staður fyrir krakkana, en hann er hannaður í grænum lit safnsins af Ninnu Þórarinsdóttur. Hér eru alltaf tuskudýr og pappakubbar í boði fyrir yngstu börnin og Legó-kubbar og spil fyrir þau eldri.

Fyrir unglinga og börn sem hafa aldur til bendum við á OKið og Verkstæðið okkar.

Litavagninn okkar er stundum dreginn fram og þar geta krakkar fengið ýmislegt skemmtilegt til að lita og föndra með. Sömuleiðis eru bæði búningar og dótakassinn okkar í boði á sérstökum stundum.

Á safninu er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fjölskyldur og safnkynningar fyrir hópa.

Aðstöðu til að skipta á ungabörnum má finna á snyrtingu á neðri hæð.

Mikið úrval af barnabókum í boði, bæði á íslensku og á erlendum tungumálum svo tvítyngd börn á öllum aldri eru einstaklega velkomin!

Þriðjudagur 11. september 2018
Flokkur