Aðgengi | Borgarbókasafnið Gerðubergi

Almenningssamgöngur 

Strætóar nr. 3, 4, 12, 17 (stoppistöð: FB) stoppa í grennd við safnið. Nánari upplýsingar á straeto.is

Hjólastæði 

Fyrir utan inngang á efri hæð eru stæði fyrir 8 reiðhjól. Við inngang á neðri hæð eru stæði fyrir 8 reiðhjól. 

Bílastæði og inngangur 

Við erum til húsa við Gerðuberg 3-5 í Breiðholti. Tveir inngangar eru í húsinu. Gengið er inn frá torginu ofan við húsið og á neðri hæðinni sunnan megin. Bílastæði er að finna sunnan við húsið, keyrt inn frá Austurbergi og fnorðan megin fyrir framan heilsugæsluna við Hraunberg . Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða á bílastæðinu neðan við húsið, beint fyrir framan innganginn. Tvöfaldar rennihurðir eru við báða innganga. Engir þröskuldar eru í byggingunni. Lyfta er í húsinu og snyrtingar er að finna á báðum hæðum.  

Bókasafnið er á efri hæðinni ásamt kaffihúsinu Cocina Rodriques. Á neðri hæð er Fjölskyldumiðstöð og frístunda- og félagsstarf Reykjavíkurborgar. Á báðum hæðum er að finna sali og fundarrými. 

Hvetjum öll, sem eiga þess kost, að nota vistvænar samgöngur.  

Barnavagnar 

Gott er að geyma barnavagna í anddyri á efri hæð hússins en einnig er velkomið að taka vagna inn á bókasafnið og önnur rými hússins. 

Salerni 

Á efri hæð eru tvö salerni. Bæði salernin eru ókyngreind. Á neðri hæð eru salerni merkt konum og körlum. Þrjú salerni í hvoru rými og er eitt þeirra fyrir hreyfihamlaða. Þar er einnig að finna skiptiaðstöðu fyrir ungbörn. 

Nestisaðstaða 

Í Gerðubergi er rekið kaffihús. Þar er ekki heimilt að koma með og snæða nesti. Velkomið er að koma með og borða nesti við borðin inni á bókasafninu.  

Hljóðvist og lýsing 

Almenningsbókasöfn eru oft á tíðum erilsöm en þrátt fyrir það er oft hægt að hitta á rólegar stundir og þá sérstaklega yfir miðjan daginn á virkum dögum. Hljóðvistin í húsinu er almennt ágæt. Píphljóð berst frá sjálfsafgreiðsluvélum, síminn hringir reglulega og fólk talar saman. Flúorljós og ljóskastarar í loftum. Ljósaseríur eru í gluggum yfir dimmustu mánuðina.  

Leiðsöguhundar eru velkomnir á safnið

Vinsamlegast athugið að salir og fundarrými hússins eru ekki í notkun sem stendur vegna framkvæmda. 

 

Nánari upplýsingar veitir: 

Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri 
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | 411 6170