Barna- og unglingabókaráðstefnan á nýjum stað
Borgarbókasafnið hefur frá 1998 staðið fyrir árlegri barna- og unglingabókaráðstefnu í Gerðubergi í samtarfi við Félag fagfólks á skólabókasöfnum, IBBY á Íslandi, SíUng, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Upplýsingu. Vegna framkvæmda í Gerðubergi þurfti að flytja ráðstefnuna og verður hún því haldin í Bókasafni Kópavogs í ár.
Yfirskrift ráðstefnunnar er Grín í barnabókum og fer hún fram laugardaginn 28. september kl. 10:30-13:45.
Dagskrá:
10:30 Embla Bachmann rithöfundur og fundarstjóri setur ráðstefnuna
10:45 Eygló Jónsdóttir rithöfundur - Húmor sem styrkur og stoð
11:15 Þórarinn Eldjárn rithöfundur - Bara grínast?
11:45 Hádegishlé
12:45 Bjarni Fritzson rithöfundur - Það verður að vera skemmtilegt að lesa
13:15 Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir rithöfundur og teiknari - Híjað á myrkrið
Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146