Barna- og unglingabókaráðstefnan í Gerðubergi, allskonar fjölskyldur

Um þennan viðburð

Tími
10:30 - 13:45
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir

Ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir | Allskonar fjölskyldur

Laugardagur 11. mars 2023

Árleg ráðstefna um skáldskap fyrir börn og unglinga í Gerðubergi. Gestum gefst tækifæri til að hlýða á fyrirlesara og taka þátt í umræðum um hlutverk og stöðu bókmennta fyrir börn og ungmenni í dag.

Í ár beinum við sjónum okkar að því hvernig margbreytileg fjölskyldutengsl birtast í barnabókmenntum. Hvað merkir það að vera fjölskylda og hvernig fjölskyldur sjáum við í barnabókum fyrr og nú? Fjölskyldur og tengsl verða til úr ólíkum manneskjum sem tengjast ástríkum, undarlegum, erfiðum, flóknum og fallegum böndum. Fjölskyldan er ein birtingarmynd á okkar nánustu samböndum sem geta jú verið allskonar. 

Ráðstefnan er samstarfsverkefni Félags fagfólks á skólasöfnum, IBBY, SFS, Síung, Upplýsingar og Borgarbókasafnsins.

Dagskrá: 

10:30-10:40  Eva Rún Þorgeirsdóttir, rithöfundur og fundarstjóri, setur ráðstefnuna

10:40-11:10  Brynhildur Björnsdóttir, bókmenntafræðingur og fjölmiðlakona
Hvar er mamma þín, Einar Áskell? - Um allar einsleitu og einstöku fjölskyldurnar í bókheimum

11:10-11:40  Gunnar Helgason, rithöfundur
Bannað að mismuna! 

 11:40 – 12:40  Hádegishlé

12:40-13:10  Sólveig Rós Másdóttir, foreldrafræðari og uppeldisráðgjafi
Endurspeglun regnbogans 

13:10-13:40  Arndís Þórarinsdóttir, rithöfundur
Bækur sem er ekki hægt að hætta að lesa: Hávísindaleg rannsókn Arndísar og Ævars á lestrardraumum grunnskólanema

Ráðstefnan er ókeypis og opin öllum og verður einnig sýnd í beinu streymi á Facebook síðu Borgarbókasafnsins.

Nánari upplýsingar um árlegu barna- og unglingabókaráðstefnuna í Gerðubergi

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146