OKið

Upplifunarrými fyrir ungmenni

Þann 30. nóvember 2019 opnaði OKið, nýtt rými fyrir ungmenni í Gerðubergi. Þar er hægt að læra, skapa, fikta, eiga í samtali og einfaldlega hanga. Rýmið er lokað fullorðnum og yngri börnum og boðið er upp á ýmsa dagskrá fyrir ungmenni, skapaða af ungmennum. OKið er þátttökuverkefni og hafa ungmenni úr Breiðholti tekið virkan þátt í þróun og framkvæmd verkefnisins.

Norður; stafræn skáldsaga um umhverfismál

Rýmið er tileinkað ungu fólki um ókomna tíð og verður unnið með ýmis þemu í ár í senn. Árið 2020 er þemað byggt á Norður, stafrænni skáldsögu danska höfundarins Camillu Hübbe og myndlýsarans Rasmus Meisler. Í sögunni um stúlkuna Norður nýta höfundarnir sér sameiginlegan menningararf Norðurlandanna, norrænu goðafræðina. Þar er tekist á við stórar spurningar og alvarlegar áskoranir sem blasa við ungmennum í dag, s.s. hamfarahlýnun af mannavöldum og áhrif þeirra á lífríki jarðar og framtíð komandi kynslóða. Einnig tekst aðalpersónan á við sjálfa sig og gengur í gegnum krefjandi þroskaferli um leið og henni er ætlað að bjarga heiminum. Hægt er að nálgast söguna hér Norður | Stafræn skáldsaga.

Leiðsagnir og skólaheimsóknir

Boðið verður upp á skólaheimsóknir fyrir ungmenni í 7.-10. bekk og er ætlunin að kennarar og frístundastarfsfólk geti nýtt aðstöðuna á skólatíma með fjölbreyttum hætti og tengt þvert á ólíkar námsgreinar, s.s. íslensku, náttúrufræði, samfélagsfræði, dönsku, forritun, myndlist, hönnun og lífsleikni. 

OKið verður einnig opið alla virka daga milli kl 14:00 -18:00. Boðið verður upp á viðburði, smiðjur, heimanámsáðstoð, sem og opna aðstöðu til að skapa og fikta.

OKið er styrkt af Barnamenningarsjóði. 

Frekari upplýsingar veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir, verkefnastjóri bókmennta
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is
S: 661-6178