Velkomin á bókasafnið

Kíktu í heimsókn!

Í Gerðubergi er umfangsmikil starfsemi; bókasafn, fjölbreytt viðburða- og sýningarhald, salaleiga, kaffihús og félagsstarf. Bókasafnið er afar bjart og rúmgott og í boði er gott úrval af bókum, borðspilum, tímaritum og öðrum safnkosti, bæði á íslensku og erlendum tungumálum. 

Barnadeildin í Gerðubergi býður upp á úrval barnabóka á fjölmörgum tungumálum, hér má finna yfirlit yfir þau.

Staðsetning og samgöngur

Við erum til húsa við Gerðuberg 3-5. Bílastæði er að finna á þremur stöðum, að neðanverðu við húsið, keyrt inn frá Austurbergi og að ofanverðu við Heilsugæslustöðina við Hraunberg. Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða á bílastæði neðan við húsið. Lyfta er í húsinu. Hjólastæði er finna við báða innganga hússins. Hvetjum öll, sem eiga þess kost, að taka strætó. Sjá nánar á vefsíðu Strætó.

Ilmur Dögg Gísladóttir er deildarstjóri í Borgarbókasafninu Gerðubergi, ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is.            

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík
gerduberg@borgarbokasafn.is | s. 411 6170