Um okkur

Kíktu í heimsókn!

Í Gerðubergi hefur verið starfrækt lífleg starfsemi frá árinu 1983. Í byrjun árs 2015 voru Menningarmiðstöðin Gerðuberg og Borgarbókasafn Reykjavíkur sameinuð undir einn hatt. Þar með breyttist heiti stofnunarinnar í Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi og heiti starfsstaða Borgarbókasafnsins í öðrum hverfum borgarinnar tóku sambærilegum breytingum.
Í Gerðubergi er umfangsmikil starfsemi; bókasafn, fjölbreytt viðburða- og sýningahald, salaleiga, kaffihús og félagsstarf. Bókasafnið er afar bjart og rúmgott. Þar er frábær aðstaða fyrir alla aldurshópa og mjög gott úrval af bókum, tímaritum og öðrum safnkosti, bæði á íslensku og erlendum tungumálum. 

Aðstaða

Við hvetjum gesti okkar til að nýta sér notalegar og bjartar vistarverur okkar hvort sem þeir vilja glugga í bækur og tímarit, hitta vini og kunningja, sinna heimanámi, halda námskeið og ráðstefnur eða fikta sig áfram á Tilraunaverkstæðinu. Cocina Rodriguez býður upp á góðar veitingar í notalegu umhverfi og er frábær viðkomustaður jafnt fyrir íbúa og gesti sem eiga leið um Breiðholtið. Hjá okkur getur þú komist á netið og fengið aðgang að tölvu og prentara gegn vægu gjaldi. Sjá nánari upplýsingar um aðstöðu í söfnunum í valmyndinni.

Staðsetning og samgöngur

Við erum til húsa við Gerðuberg 3-5. Bílastæði er að finna á þremur stöðum, að neðanverðu við húsið, keyrt inn frá Austurbergi og að ofanverðu við Heilsugæslustöðina við Hraunberg. Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða á bílastæði neðan við húsið. Lyfta er í húsinu. Í næsta nágrenni við okkur er Breiðholtslaug, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, frístundamiðstöðin Miðberg, Tónskóli Sigursveins og Heilsugæslan Efra Breiðholti. Strætó nr. 3, 12 og 17 stansa við Austurberg. Sjá nánar á straeto.is.

Ilmur Dögg Gísladóttir er deildarstjóri í menningarhúsinu Gerðubergi:
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is

Nánari upplýsingar:
gerduberg@borgarbokasafn.is
S. 411 6170