Öll jóladagatöl Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar

Hvað er betra á aðventunni en að fylgjast með spennandi jólasögu?

Frá árinu 2016 hefur Borgarbókasafnið birt jóladagatal fyrir börn á leikskóla- og grunnskólaaldri á miðlum safnsins. Jóladagatalið er samstarfsverkefni á milli Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar, en árið 2019 hófum við samkeppni um jóladagatalið. Höfundar og teiknarar sendu inn drög að handriti og teikningum og dómnefnd valdi svo eina sögu sem jóladagatal þess árs. Sögurnar eru allar einstakar, hver á sinn hátt og heyrst hefur að margar þeirra þyki ómissandi í aðdraganda jóla.

Hér fyrir neðan má finna hlekk á allar sögurnar, en þær eru bæði aðgengilegar til lesturs og hlustunar

Jóladagatal 2022 | Jólaævintýri Kötlu og Leós
Höfundur og teiknari Hremma (Hrafnhildur Emma Björnsdóttir)

Jóladagatal 2021 | Stúlkan sem skemmdi (næstum því) jólin
Höfundur Heiða Vigdís Sigfúsdóttir. Teiknari Joav Gomez Valdez

Jóladagatal 2020 | Nornin í eldhúsinu
Höfundur Tómas Zoëga. Teiknari Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir

Jóladagatal 2019 | Jólaálfurinn sem flutti inn
Höfundur Gréta Þórsdóttir Björnsson. Teiknari Halldór Snorrason

Jóladagatal 2018 | Ullarsokkar í jólasnjó
Höfundur Eva Rún Þorgeirsdóttir. Teiknari Ninna Þórarinsdóttir

Jóladagatal 2017 | Jósi, Katla og jólasveinarnir
Höfundur og teiknari Þórarinn Leifsson

Jóladagatal 2016 | Varúð! Varúð! Jólin eru á leiðinni!
Höfundur og teiknari Sigrún Eldjárn