Öll jóladagatöl Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar

Hvað er betra á aðventunni en að fylgjast með spennandi jólasögu?

Jóladagatalið í ár ber heitið Jólaævintýri Kötlu og Leós og er texti og myndir eftir Hremmu. Fylgist með hér.

Frá árinu 2016 hefur Borgarbókasafnið birt jóladagatal fyrir börn á leikskóla- og grunnskólaaldri á miðlum safnsins. Jóladagatalið hefur verið aðgengilegt á vef og Facebooksíðu Borgarbókasafnsins og á vef og Facebooksíðu Bókmenntaborgarinnar. Sögurnar hafa einnig verið lesnar inn í Hlaðvarp Borgarbókasafnsins.

Hér til hliðar má finna öll jóladagatöl fyrri ára.