Jóladagatal Borgarbókasafnsins 2018
Jóladagatal Borgarbókasafnsins 2018

Jólasagan Ullarsokkar í jólasnjó

Sögur af Zetu - Ullarsokkar í Jólasnjó er þriðja jóladagatal Borgarbókasafnsins og var gefið út fyrir jólin 2018. Sagan er skrifuð af Evu Rún Þorgeirsdóttur og teikningarnar eru gerðar af Ninnu Þórarinsdóttur. 

Jólasagan í ár fjallar um bókaveruna Zetu og snjókarlinn Klaka en ægilegur snjóbylur í Jólalandi hefur feykt öllu sem minnir á jólin í burtu. Þegar þau finna stóran ullarsokk í snjónum beinast spjótin að ægilegu snjótrölli sem býr í fjöllunum. 

Í Borgarbókasafninu Gerðubergi stendur yfir jóladagatalssýning þar sem opnaður er gluggi í dagatalinu á hverjum degi.
 

Smellið hér til að opna dagatalið...

Hér getið þið hlustað á söguna í Hlaðvarpi Borgarbókasafnsins...

 

Jóladagatal Borgarbókasafnsins 2017

Jósi, Katla og jólasveinarnir: öll sagan
Rit- og myndhöfundur: Þórarinn Leifsson

Jóladagatal Borgarbókasafnsins 2016

Varúð! Varúð! Jólin eru á leiðinni!
Rit- og myndhöfundur: Sigrún Eldjárn

 

 

Nánari upplýsingar veitir:
Þorbjörg Karlsdóttir, verkefnastjóri barnastarfs
thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is

Merki
UppfærtFöstudagur, 27. nóvember, 2020 11:08