Jóladagatal Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar

Nornin í eldhúsinu er fimmta jóladagatal Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar og kemur út fyrir jólin 2020. Sagan er skrifuð af Tómasi Zoëga og teikningarnar eru gerðar af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur. Hér má lesa viðtal við þetta frábæra tvíeyki.

Jólasagan í ár fjallar um ævintýri þeirra Péturs og Stefaníu og nornarinnar í eldhúsinu. Við bíðum spennt eftir að fylgjast með því sem á daga þeirra drífur á hverjum degi í desember.

Hér er hægt að fylgjast með Jóladagatalinu og hér má skoða jóladagatöl fyrri ára.

UppfærtMiðvikudagur, 22. nóvember, 2023 15:31