Notendur móta bókasafnið!
Á bókasafninu fer fram tilraunastarfsemi.
Við viljum skapa samfélagsrými sem notendur taka þátt í að móta. Þannig geta sífellt fleiri gert bókasafnið að sínum stað, hvort sem er til þekkingarleitar eða -miðlunar, til að læra eitthvað nýtt, sem líflegan samkomustað eða rólegan stað til að dvelja á.
Verkefnin hér til hliðar eru dæmi um þátttökumiðuð verkefni sem miða að því að skapa aðgengilegt almenningsrými og þróa dagskrá með fjölbreytta reynslu notenda í huga.