VV-Sögur

Táknmálsbókmenntir eru samdar á sjónrænu tungumáli og þær eru einungis til þegar þær eru fluttar eða teknar upp á myndband. Í samstarfi við Ós Pressuna sköpum við táknmálsbókmenntum rými á bókasafninu. Hér eru VV-sögur (e. visual vernacular) settar í samhengi við íslenskt menningarsamfélag, bæði til þess að það megi dafna og sé miðlað með sjónrænum hætti.

Skapandi námskeið
Einstaklingum úr döff samfélaginu í Reykjavík verður boðið upp á skapandi námskeið í  VV-sögum. Þá verður haldið eitt námskeið sem opið verður þeim sem tala íslenskt táknmál.
Þar læra þátttakendur aðferðir sem þau geta nýtt sér og þróað áfram við að búa til íslenskar táknmálsbókmenntir.
Tvö námskeið eru kennd í maí 2022. og fara fram í Gröndalshúsi í samstarfi við Reykjavík bókmenntaborg UNESCO.

Afrakstur verkefnisins er kynntur á vettvangi bókasafnsins með umræðum um stöðu íslensks táknmáls innan bókmenntalandslagsins.

Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði.

Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is