VV-Sögur

Táknmálsbókmenntir eru samdar á sjónrænu tungumáli og þær eru einungis til þegar þær eru fluttar eða teknar upp á myndband. VV sögur (e. visual vernacular) eru einn hluti táknmálsbókmennta og einkennandi fyrir döff menningu. Þær byggja á látbragði, látbrigðum og persónusköpun og öðrum þáttum sem öll táknmál í heiminum eiga sameiginlegt. Í samstarfi við Ós Pressuna sköpum við táknmálsbókmenntum rými á bókasafninu. Hér eru VV-sögur settar í samhengi við íslenskt menningarsamfélag, bæði til þess að það megi dafna og sé miðlað með sjónrænum hætti.

Skapandi námskeið
Einstaklingum úr döff samfélaginu í Reykjavík er boðið upp á skapandi námskeið í  VV-sögum. Þar læra þátttakendur aðferðir sem þau geta nýtt sér og þróað áfram við að búa til íslenskar táknmálsbókmenntir. Tvö námskeið eru kennd í maí 2022 og fara fram í Gröndalshúsi í samstarfi við Reykjavík bókmenntaborg UNESCOOpin vinnustofa fer fram í Spönginni á eftirfarandi dögum haustið 2022:
Október
11., 12. og 13. október 2022
18., 19. og 20. október 2022
Nóvember
8., 9. og 10. nóvember 2022
15., 16. og 17. nóvember 2022

Öll sem hafa áhuga geta sótt um að taka þátt með því að senda tölvupóst á netfangið: vvsogur@gmail.com (skriflega eða með myndbandi). Þátttaka á námskeiðinu eru ókeypis.

Afrakstur verkefnisins er kynntur á vettvangi bókasafnsins með umræðum um stöðu íslensks táknmáls innan bókmenntalandslagsins.

Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði og er samstarfsverkefni Ós Pressunnar, Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar.

Frekari upplýsingar
Anna Valdís Kro
Verkefnastjóri | VV sögur
vvsogur@gmail.com