Framtíðarfestival

Hugsaðu 100 ár fram í tímann og ímyndaðu þér að þú sért á ferð í gegnum framtíðarsamfélagið þitt. Hvernig ferðu á milli staða og hvað sérðu umhverfis þig? Er hljóðlátt? Er fólk í kringum þig? Hvar eru dýr, gróður eða vatn? Hvaða verkfæri ert þú með í töskunni? Hvar getur þú hvílt þig? Getur þú ímyndað þér hvað þú borðaðir á þessum degi?   

Samsett mynd frá Framtíðarfesetivali

 

Framtíðarfestival fór fram 25. janúar 2025 í Grófarhúsi Borgarbókasafnsins.  Á Framtíðarfestvalinu bauðst þátttakendum að virkja ímyndunaraflið, dýfa sér í framtíðarpælingar og máta sig inn í framtíðarsýnir heimspekinga, listafólks, aktívista og hugsjónafólks á öllum aldri. Boðið var upp á djúpar samræður, leikandi atriðið og smiðjur þar sem unnið var með höndunum í að byggja nýjar framtíðarsýnir. Á bókasafninu gafst tækifæri til að losa sig úr fötrum hversdagsleikans og hugsa upp á nýtt hvernig við sem samfélag gætum komið í veg fyrir að vandamál eins og tengslarof, ójöfnuður og vistkreppa fylgi okkur inn í framtíðina?

Framtíðarfestival samtal   

Verkefnastjórar Framtíðarfestivalsins Dögg Sigmarsdóttir og Martyna Daniel höfðu vítt samráð  við heimspekinga, hönnuði, listafólk, framtíðarsérfræðinga og aðila sem vinna að mótun almenningsrýma sem efla sjálfbært borgarlíf. Samráðið lagði grunninn að áherslum Framtíðarfestivalsins, lýsingu og myndmáli til að ná til sem flestra. Auglýst var eftir framlögum frá almenningi í október 2025. Yfir 30 umsóknir bárust og valnefnd valdi 13 framlög sem yrðu hluti af Framtíðarfestivali.  Þau sem voru með framlög á Framtíðarfestivalinu hittu Pétur Magnússon, umsjónarmann útvarpsþáttarins Samfélagið á Rás 1, og sögðu frá sinni framtíðarsýn og með hvaða hætti þau lögðu til Framtíðarfestivalsins. Úr samstarfi Samfélagsins og Borgarbókasafnsins varð viðtalaröð sem fór í loftið 14. janúar 2025. Við mælum með að leggja við hlustir, því hér má heyra fjölbreyttar raddir lýsa einstökum framtíðarmöguleikum: Viðtöl um framtíðir í Samfélaginu

Beyond Melanin í viðtali í Samfélaginu fyrir Framtíðarfestivalið

Valnefnd Framtíðarfestivals: Christoph Matt, Dögg Sigmarsdóttir, Martyna Daniel, Megan Auður og Ólafur Páll Jónsson.  

Þátttakendur í samráði: Borgarsögusafn og Listasafn Reykjavíkur: Birna María Ásgeirsdóttir, Björk Hrafnsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Helga Maureen Gylfadóttir, Hlín Gylfadóttir, Hróðný Kristínar Kristjánsdóttir, Sigríður Lína Daníelsdóttir; Framtíðarsetrið: Karl Friðriksson; Háskólinn á Bifröst: Anna Hildur Hildibrandsdóttir, Bergsveinn Þórsson, Njörður Sigurjónsson og nemendur í skapandi greinum; Háskóli Íslands: Nanna Hlín Halldórsdóttir, Ólafur Páll Jónsson, Tryggvi Thayer; Listaháskóli Íslands: Massimo Santanicchia; Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur: Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Salóme Rósa Þorkelsdóttir; sjálfstætt starfandi hönnuðir, hugsjóna- og listafólk, mörg hver með aðsetur í samfélagi skapandi aðila í hafnar.haus: Antje Taiga Jandrig, Arnar Sigurðsson, Chris Marcatili, Christopher Matt, Halldóra Mogenssen, Hjalti Björn Hrafnkelsson, Micah Horvat, Ólöf Embla Eyjólfsdóttir, Rán Flygenring, René Boonekamp, Salóme Rósa Þorkelsdóttir, Vigdís Jakobsdóttir, Þórhildur Þórhallsdóttir 

Ljósmyndir: Patrik Ontkovic 

Framtíðarfestival hringsófi

Framtíðarfestival - te-ritual

Yfirlit yfir dagskrá Framtíðarfestivalsins 

Samtöl um gervigreind, sólarpönk, siðferði, framtíðarheimili, heilandi tengsl við hvert annað, dýr, náttúru og menningararf. Í boð var að bragða á framtíðarmat, ferðast um tímann í te-seremóníu, teikna framtíðargæludýr og ímynda sér framtíðina sem blóm.   

11:00-12:30 
1. hæð, Torgið | Framtíð fyrir öll - háð hverju?
2. hæð | Framtíðartákn - Samskapað textílverk
5. hæð | Æ - Sæt borg
5. hæð | Forverar framtíðar

13:30-15:00 
1. hæð Torgið | Sólarpönk - Framtíðarsýn Norðurlanda
2. hæð | Blómaland framtíðar
2. hæð | Samfélagshúsið - Byggðu heimili framtíðar
5. hæð | Gervisiðferði – hver mun eiga gildin okkar?
5. hæð | Sögur í bolla

15:30-17:00
1. hæð, Torgið | Framtíðarlöggæsla: Öryggi án þvingunar?
2. hæð | Þegar okkur dreymir morgundaginn
5. hæð | Heilandi heimur

17:00-19:00
6. hæð - Nýlendulaus næring (FULLBÓKAÐ)

Framtíðarstöðvar 

10:00-17:00  
1. hæð | Bókatorg | Nesti framtíðarinnar  
1. hæð | Bókatorg | Framtíðarstjórnarskrá  
1. hæð | Bókatorg | Smátímarit Framtíðarfestivalsins 
5. hæð | Verkstæðið | Siðferðisáttaviti gervigreindar   

12:30-15:30 
1.hæð | Bókatorg | Framtíðarmatur 

13:00-17:00 
6. hæð | Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Samband barna og dýra  

Frekari upplýsingar veitir: 
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is