Framtíðarfestival
Framtíðarfestivalið er haldið í Grófinni 25. janúar 2025.
Hvernig lítur 2125 út?
Taktu þátt í samtali um gervigreind, sólarpönk, siðferði, framtíðarheimili, heilandi tengsl við hvert annað, dýr, náttúru og menningararf. Í boði er að bragða á framtíðarmat, ferðast um tímann í te-seremóníu, teikna framtíðargæludýr og ímynda sér framtíðina sem blóm.
Á Framtíðarfestvalinu virkjum við ímyndunaraflið, dýfum við okkur í framtíðarpælingar og mátum okkur inn í framtíðarsýnir heimspekinga, listafólks, aktívista og hugsjónafólks á öllum aldri. Þátttakendum býðst að taka þátt í djúpum samræðum, leikandi atriðum og smiðjum þar sem unnið er með höndunum í að byggja nýjar framtíðarsýnir. Hér gefst tækifæri til að losa okkur úr fötrum hversdagsleikans. Hvernig getum við komið í veg fyrir að vandamál eins og tengslarof, ójöfnuður, vistkreppa fylgi okkur inn í framtíðina?
Hugsaðu 100 ár fram í tímann og ímyndaðu þér að þú sért á ferð í gegnum framtíðarsamfélagið þitt. Hvernig ferðu á milli staða og hvað sérðu umhverfis þig? Er hljóðlátt? Er fólk í kringum þig? Hvar eru dýr, gróður eða vatn? Hvaða verkfæri ert þú með í töskunni? Hvar getur þú hvílt þig? Getur þú ímyndað þér hvað þú borðaðir á þessum degi?
Smellið hér til að hlusta á viðtal við Martynu Daniel og Dögg Sigmarsdóttir um Framtíðarfestivalið.
DAGSKRÁ
Vinnustofur og spjallhringir
11:00-12:30
1. hæð, Torgið | Framtíð fyrir öll - háð hverju?
2. hæð | Framtíðartákn - Samskapað textílverk
5. hæð | Æ - Sæt borg
5. hæð | Forverar framtíðar
13:30-15:00
1. hæð Torgið | Sólarpönk - Framtíðarsýn Norðurlanda
2. hæð | Blómaland framtíðar
2. hæð | Samfélagshúsið - Byggðu heimili framtíðar
5. hæð | Gervisiðferði – hver mun eiga gildin okkar?
5. hæð | Sögur í bolla
15:30-17:00
1. hæð, Torgið | Framtíðarlöggæsla: Öryggi án þvingunar?
2. hæð | Þegar okkur dreymir morgundaginn
5. hæð | Heilandi heimur
17:00-19:00
6. hæð - Nýlendulaus næring (FULLBÓKAÐ)
Framtíðarstöðvar
10:00-17:00
1. hæð | Bókatorg | Nesti framtíðarinnar
1. hæð | Bókatorg | Framtíðarstjórnarskrá
1. hæð | Bókatorg | Smátímarit Framtíðarfestivalsins
5. hæð | Verkstæðið | Siðferðisáttaviti gervigreindar
12:30-15:30
1.hæð | Bókatorg | Framtíðarmatur
13:00-17:00
6. hæð | Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Samband barna og dýra
Öll velkomin, þátttaka ókeypis.
Frekari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is