Framtíðarfestival

Framtíðarfestival 2025 - Opið fyrir umsóknir 

Hefur þú áhyggjur af þróun mála? Tengslarof, ójöfnuður, vistkreppa - hvernig getum við komið í veg fyrir að vandamálin fylgi okkur inn í framtíðina? 

Framtíðarfestivalið er haldið í Grófinni 25. janúar 2025.
Hér gefst tækifæri til að losa okkur úr fötrum hversdagsleikans og þróa fjölbreyttar framtíðir:

Hugsaðu 100 ár fram í tímann og ímyndaðu þér að þú sért á ferð í gegnum framtíðarsamfélagið þitt. Hvernig ferðu á milli staða og hvað sérðu umhverfis þig? Er hljóðlátt? Er fólk í kringum þig? Hvar eru dýr, gróður eða vatn? Hvaða verkfæri ert þú með í töskunni? Hvar getur þú hvílt þig? Getur þú ímyndað þér hvað þú borðaðir á þessum degi? 

Á nýju ári virkjum við ímyndunaraflið, dýfum við okkur í framtíðarpælingar og mátum okkur inn í framtíðarsýnir heimspekinga, listafólks, aktívista og hugsjónafólks á öllum aldri. Framtíðin er á bókasafninu í janúarmánuði. Þátttakendum býðst að taka þátt í djúpum samræðum, leikandi atriðum og smiðjum þar sem unnið er með höndunum í að byggja nýjar framtíðarsýnir. 

Viltu þú taka þátt í að móta Framtíðarfestivalið?

Óskað er eftir tillögum að dagskrárliðum á Framtíðarfestivalið í fjölbreyttu formi – skapandi vinnustofur, heimspekisamtöl, frásagnir, eða innsetningar sem höfða til ólíkra skynfæra — sem hvetja okkur til að vinna saman að bættum framtíðarmöguleikum. Umsóknarfrestur er 8. nóvember 2024 – 23:59

Upplýsingar fyrir umsækjendur: Opið fyrir umsóknir

Frekari upplýsingar veitir: 
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is