book cover

Umhverfiskrísa | Bókalisti

Umhverfiskrísa | Bókalisti
Hér er listi yfir bækur sem ögra okkur til að stíga út fyrir mannmiðaða heimsmynd og tileinka okkur dýpri tengsl við náttúruna í heild sinni. Þessi verk kanna þá brýnu umhverfiskrísu sem við stöndum frammi fyrir og stinga upp á nýjum hugsunarháttum sem viðurkenna dýr, plöntur og alla þætti jarðarinnar sem ómissandi þátttakendur í framtíð okkar. Þessi bókalisti býður okkur að endurhugsa samband okkar við jörðina og leggja drög að framtíð sem byggir á vistfræðilegu jafnvægi, virðingu og sameiginlegri afkomu.

Leyfðu þessum bókum að veita þér innblástur til að SÆKJA UM að vera hluti af Framtíðarfestivalinu okkar!

Framtíðarfestivalið er haldið í Grófinni 25. janúar 2025. Hér gefst tækifæri til að losa okkur úr fjötrum hversdagsleikans og þróa fjölbreyttar framtíðir. Á nýju ári virkjum við ímyndunaraflið, dýfum við okkur í framtíðarpælingar og mátum okkur inn í framtíðarsýnir heimspekinga, listafólks, aktívista og hugsjónafólks á öllum aldri. Framtíðin er á bókasafninu í janúarmánuði. Þátttakendum býðst að taka þátt í djúpum samræðum, leikandi atriðum og smiðjum þar sem unnið er með höndunum í að byggja nýjar framtíðarsýnir. 

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 23. október, 2024 12:30
Materials