to be taught if fortunate book cover

Sameiginlegir draumar og vonarpönk | Bókalisti

“Í draumi hvers manns er fall hans falið” voru orð Steins Steinarrs. Er eitthvað til í þessum orðum? Erum við að lifa draum sem fyrri kynslóðir dreymdu um, en munu verða okkur að falli? Þurfum við á nýjum draumum að halda um gott líf í samfélagi við aðra? Á Framtíðarfestivali viljum við þjálfa vöðva ímyndunaraflsins og dreyma um nýjar framtíðir í sameiningu. 

Ert þú með draum eða hugmynd um framtíð sem vekur von, hristir upp í núverandi kerfi og þig langar til að ræða við aðra? Sendu inn þína umsókn fyrir 8. nóvember.   

Ef þig vantar kveikju þá mælum við með að fletta í gegnum vísindaskáldsögur, hér fyrir neðan eru nokkrar bækur sem gætu komið þér á sporið.   

Framtíðarfestivalið er haldið í Grófinni 25. janúar 2025. Hér gefst tækifæri til að losa okkur úr fjötrum hversdagsleikans og þróa fjölbreyttar framtíðir. Á nýju ári virkjum við ímyndunaraflið, dýfum við okkur í framtíðarpælingar og mátum okkur inn í framtíðarsýnir heimspekinga, listafólks, aktívista og hugsjónafólks á öllum aldri. Framtíðin er á bókasafninu í janúarmánuði. Þátttakendum býðst að taka þátt í djúpum samræðum, leikandi atriðum og smiðjum þar sem unnið er með höndunum í að byggja nýjar framtíðarsýnir 

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 29. október, 2024 09:46
Materials