Pikknikk á bókasafninu
Hvernig líst þér á að fara í pikknikk á bókasafnið? Við hittumst reglulega í mismunandi hverfum borgarinnar og í hvert skipti er einn hópur í hlutverki gestgjafa. Þau bjóða upp á snarl og stinga upp á áhugaverðum umræðuefnum. Öllum er velkomið að koma með eigið nesti og setjast á grasgræna svæðið. Gott er að kippa með sér teppi eða einhverju mjúku til að tylla sér á.
Þér er boðið! Kíktu í lautarferð á bókasafnið.
Hér er ekkert rok, enginn kuldi, ekkert kjaftæði, bara næs!
Við bjóðum upp á stað þar sem hægt er að eiga ánægjulega stund, vera virkur þátttakandi í spennandi umræðu í almenningsrými bókasafnsins. Þér er velkomið að deila eigin mat með öðrum og ræða við fólk sem þú hefðir annars ekki hitt. Hér mætumst við á jafningjagrundvelli og getum viðrað skoðanir okkar í umhverfi sem endurspeglar fjölbreytileika samfélagsins.
Verkefnið skapar kringumstæður þar sem fólk glæðir bókasafnið nýju andrúmslofti. Lautarferðirnar eru tækifæri til að tengjast öðru fólki með nýjum hætti. Með því að deila því sem er nærandi viljum við ýta undir traust meðal fólks til að ræða málefni með nýjum hætti.
Nánari upplýsingar veita:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is
Martyna Karolina Daniel
Sérfræðingur | Fjölmenningarmál
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is