Um þennan viðburð
Pikknikk | Spjall um ólík menningarnorm
Þér er boðið í Pikknikk í opnu og hlýlegu andrúmslofti fyrir öll. Við ætlum að heyra sögur af menningarnormum - hvar verða árekstrar og hvernig aukum við skilning?
Í Pikknikki er boðið upp á opnar umræður og öllum er velkomið að taka þátt. Hér gefst einstakt tækifæri til að kynnast nýju fólki, heyra nýjar sögur og deila eigin reynslu.
Boðið er upp á léttar veitingar og öllum frjálst að koma með eigið nesti.
Við komum saman til að fagna fjölbreyttum bakgrunni okkar. Hvort sem þú ert nýflutt/-ur til Íslands, búsettur hér á landi í lengri tíma eða fædd/-ur á Íslandi, þitt sjónarhorn er mikils virði í umræðunni!
Allir aldurshópar velkomnir!
Þátttaka ókeypis.
Ekki er þörf á einhverri sérstakri þekkingu eða reynslu, aðeins að koma með forvitni og opinn huga.
Meira um Pikknikk á bókasafninu HÉR.
Frekari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is